Innlent

Millilandaflug komið í fullan gang

Millilandaflug er komið í fullan gang á nýjan leik eftir miklar tafir vegna vonskuveðurs í morgun. Allar vélar sem áttu að fara í morgun eru nú farnar, ef undan eru skildar vél sem fara á til Kanaríeyja nú um tvöleytið og flugvél Iceland Express sem fer í loftið eftir tæpa klukkustund. Hundruð flugfarþega þurftu að bíða tímunum saman úti í vélum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem vélarnar ýmist komust ekki frá flugstöðinni eða ekki að henni vegna veðurofsa. Hvassviðrið hefur aðeins lægt en ennþá er vindhraði um 25 metrar á sekúndu. Ofankoma er hins vegar hætt og búist er við að vindinn fari að lægja enn frekar fljótlega. Þá hafa hvorki Landsflug né Flugfélag Íslands flogið innanlandsflug í morgun en þessar mínúturnar er verið að athuga með skilyrði á nýjan leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×