Erlent

Fyrsta gervihnettinum í sérstöku ESB verkefni skotið á loft í morgun

Mynd/AP

Fyrsta gervihnettinum í sérstöku verkefni Evrópusambandsins var skotið á loft í Kazakstan í morgun. Verkefnið, sem gengur undir nafninu Galíleó, er sagt vera mótsvar Evrópu við GPS-staðsetningartækni Bandaríkjamanna sem byggist á móttöku merkja frá gervitunglum í sérstaka móttakara og staðsetur þá með mikilli nákvæmni í heiminum. Íslendingar taka þátt í Galíleó-verkefninu og eru tvær eftirlitsstöðvar hér á landi sem tengjast gervihnattakerfinu, önnur í Reykjavík en hin á Egilsstöðum. Kostnaður við verkefnið er sagður vera tæplega þrjú hundruð milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×