Setur skilyrði við samruna 23. mars 2005 00:01 Samkeppnisráð hefur sett ítarleg skilyrði fyrir annars vegar samruna Landssíma Íslands og Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem rekur Skjá einn og hins vegar samruna Og fjarskipta og 356 ljósvakamiðla, sem reka meðal annars Stöð 2 og Sýn. Fyrirtækin hafa sæst á að una skilyrðunum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Samkeppnisstofnun. Að mati Samkeppnisráðs er samruni fyrirtækjanna talinn leiða til mikillar samþjöppunar á markaði sem geti útilokað aðra keppinauta frá honum og þar með skaðað hag neytenda til lengri tíma litið. Telja samkeppnisyfirvöld meðal annars að verði ekkert að gert sé hætta á að samþjöppunin styrki stöðu Landsímans og Og fjarskipta ennfrekar á fjarskiptamarkaði þar sem önnur fjarskiptafyrirtæki geti ekki tryggt sér aðgang að efni til dreifingar eftir sínum dreifikerfum. Samþjöppunin takmarki þannig möguleika nýrra keppinauta á að komast inn á fjarskipta-, sjónvarps- og útvarpsmarkaði og hætta sé á að valkostum neytenda fækki þar sem hin sameinuðu fyrirtæki eigi möguleika á að tvinna saman ýmsa þjónustu. Til að hindra að þetta gerist og tryggja jafnræði á markaði setja samkeppnisyfirvöld ítarleg skilyrði fyrir samruna fyrrgreindra fyrirtækja. 365 ljósvakamiðlum og Skjá einum er til dæmis gert að verða við öllum málefnalegum beiðnum fyrirtækja um að fá að dreifa sjónvarps- og útvarpsmerkjum fjölmiðlafyrirtækjanna í opinni og læstri sjónvarpsdagskrá. Þá er Landsímanum gert að veita öðrum en Skjá einum aðgang að dreifikerfum sínum fyrir sjónvarp og útvarp og til að tryggja að jafnræðis sé gætt ber fyrirtækinu að veita keppinautum sínum og keppinautum Skjás eins aðgang að upplýsingum varðandi grunnfjarskipta- og dreifingarþjónustu Landsímans. Einnig verður samrunafyrirtækjunum óheimilt að tvinna saman sölu á fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu. Til að tryggja að upplýsingar fari ekki á milli Landsímans og Skjás eins annars vegar og Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla hins vegar umfram það sem gerist milli fyrirtækjanna eru settar hömlur við stjórnarsetu í þeim. Úrskurð samkeppnisráðs vegna samruna Og fjarskipta hf., 365 ljósvakamiðla ehf. og 365 prentmiðla ehf. má finna hér:Úrskurð samkeppnisráðs vegna samruna Landssíma Íslands hf. og Íslenska sjónvarpsfélagsins hf. má finna hér:Fréttatilkynning Samkeppnisstofnunar: Samkeppnisráð setur víðtæk skilyrði fyrir samruna á fjarskipta- og fjölmiðlamörkuðum sem eiga að leiða til aukinnar samkeppni Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Samkeppnisráð hefur sett ítarleg skilyrði fyrir annars vegar samruna Landssíma Íslands og Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem rekur Skjá einn og hins vegar samruna Og fjarskipta og 356 ljósvakamiðla, sem reka meðal annars Stöð 2 og Sýn. Fyrirtækin hafa sæst á að una skilyrðunum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Samkeppnisstofnun. Að mati Samkeppnisráðs er samruni fyrirtækjanna talinn leiða til mikillar samþjöppunar á markaði sem geti útilokað aðra keppinauta frá honum og þar með skaðað hag neytenda til lengri tíma litið. Telja samkeppnisyfirvöld meðal annars að verði ekkert að gert sé hætta á að samþjöppunin styrki stöðu Landsímans og Og fjarskipta ennfrekar á fjarskiptamarkaði þar sem önnur fjarskiptafyrirtæki geti ekki tryggt sér aðgang að efni til dreifingar eftir sínum dreifikerfum. Samþjöppunin takmarki þannig möguleika nýrra keppinauta á að komast inn á fjarskipta-, sjónvarps- og útvarpsmarkaði og hætta sé á að valkostum neytenda fækki þar sem hin sameinuðu fyrirtæki eigi möguleika á að tvinna saman ýmsa þjónustu. Til að hindra að þetta gerist og tryggja jafnræði á markaði setja samkeppnisyfirvöld ítarleg skilyrði fyrir samruna fyrrgreindra fyrirtækja. 365 ljósvakamiðlum og Skjá einum er til dæmis gert að verða við öllum málefnalegum beiðnum fyrirtækja um að fá að dreifa sjónvarps- og útvarpsmerkjum fjölmiðlafyrirtækjanna í opinni og læstri sjónvarpsdagskrá. Þá er Landsímanum gert að veita öðrum en Skjá einum aðgang að dreifikerfum sínum fyrir sjónvarp og útvarp og til að tryggja að jafnræðis sé gætt ber fyrirtækinu að veita keppinautum sínum og keppinautum Skjás eins aðgang að upplýsingum varðandi grunnfjarskipta- og dreifingarþjónustu Landsímans. Einnig verður samrunafyrirtækjunum óheimilt að tvinna saman sölu á fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu. Til að tryggja að upplýsingar fari ekki á milli Landsímans og Skjás eins annars vegar og Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla hins vegar umfram það sem gerist milli fyrirtækjanna eru settar hömlur við stjórnarsetu í þeim. Úrskurð samkeppnisráðs vegna samruna Og fjarskipta hf., 365 ljósvakamiðla ehf. og 365 prentmiðla ehf. má finna hér:Úrskurð samkeppnisráðs vegna samruna Landssíma Íslands hf. og Íslenska sjónvarpsfélagsins hf. má finna hér:Fréttatilkynning Samkeppnisstofnunar: Samkeppnisráð setur víðtæk skilyrði fyrir samruna á fjarskipta- og fjölmiðlamörkuðum sem eiga að leiða til aukinnar samkeppni
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira