Erlent

Góð staða Verkamannaflokksins

Tony Blair vegnar vel í skoðanakönnun sem birt var í gær. Verkamannaflokkurinn er nú kominn með átta prósentustiga forskot á Íhaldsflokkinn og er það forskot einkum rakið til skattaívilnana sem kynntar voru í síðustu viku. Þær gagnast einkum efnalitlum, eldra fólki, ungum fjölskyldum og þeim sem standa í húsnæðiskaupum. Fram að könnuninni í gær bentu kannanir til þess að íhaldsmenn væru að saxa á forskot Verkamannaflokksins. Stjórnmálaskýrendur segja þetta afleit tíðindi fyrir íhaldsmenn því að ættu þeir að eiga von til að bola Blair og félögum úr embættum í kosningum í vor þyrftu þeir að vera með um tíu prósentustiga forskot á þessu stigi kosningabaráttunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×