Sport

Nýr Ferrari öflugur

Michael Schumacher og Rubens Barrichello hjá Ferrari náðu bestum tíma aðalökumanna á æfingum í morgun, en þeir keppa á nýja bílnum frá liðinu í fyrsta sinn um helgina. Ferrari náðu öðrum og fimmta besta tíma allra bíla í morgun, en besta tímanum náði Ricardo Zonta hjá Toyota, sem var að keppa með vél án takmarkana sem aðstoðarökumaður. Þetta lofar mjög góðu fyrir liðsmenn Ferrari sem hafa átt erfitt uppdráttar það sem af er tímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×