Sport

Bellamy leikmaður mánaðarins

Vandræðagemsinn Craig Bellamy, sem er í láni hjá skosku meisturunum í Celtic, hefur verið kosinn leikmaður mánaðarins í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Bellamy fór til Celtic að láni frá Newcastle eftir að uppúr sauð milli hans og þjálfara og forráðamanna félagsins.  Hann hefur byrjað mjög vel með skoska liðinu og fimm mörk hans fyrir félagið í marsmánuði, tryggðu honum heiðurinn, sem hann vill deila með félögum sínum í liðinu. "Það er vissulega gaman að byrja svona vel hjá Celtic og mér líkar lífið ágætlega hér í Skotlandi. Ég hefði þó aldrei unnið til þessarar viðurkenningar án hjálpar félaga minna í liðinu," sagði Bellamy.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×