Sport

Clijsters sigraði á Nasdaq-mótinu

Kim Clijsters frá Belgíu sigraði Mariu Sharapovu Rússlandi í úrslitaleik á Nasdaq-mótinu í tennis á Miami í Flórída í gærkvöldi. Clijsters lék nánast ekkert í fyrra vegna meiðsla og um tíma stefndi í að hún yrði að hætta keppni. Hún féll niður í 133. sæti á styrkleikalistanum eftir að hafa verið í fyrsta sæti um tíma. Clijsters hóf að keppa aftur í febrúar og hefur unnið 14 leiki síðan og aðeins tapað einum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×