Erlent

Verkfallið stendur enn

Milljónir manna gengu til vinnu eða notuðust við reiðhjól í nístingskulda í New York í gær. Leigubílar voru óvenju þétt setnir í borginni í gær og eins mátti víða sjá biðraðir við lestarstöðvar, og margir virðast hreinlega ekki hafa trúað því að verkfallið væri í raun og veru skollið á. Dómstóll í New York dæmdi í gær verkalýðsfélagið sem stendur fyrir verkfallinu til að greiða eina milljón dollara á hverjum degi sem verkfallið stendur. Þá missa starfsmenn tveggja daga laun fyrir hvern dag sem verkfallið stendur samkvæmt úrskurði dómstólsins. Forsvarsmenn verkalýðsfélagsins hafa þegar ákveðið að áfrýja úrskurðinum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×