Erlent

Banna kennslu á sköpunarkenningunni

Alríkisdómari í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að e kki mætti kenna sköpunarkenninguna í líffræðitímum í skólum í Pennsylvaníu. Skólastjórnendur í Dover í Pennsylvaníu ákváðu í fyrra að sköpunarkenningin skyldi kennd samhliða þróunarkenningu Darwins, en nú hefur það verið bannað og líffræðikennurum í umdæminu gert að kenna þróunarkenninguna sem einu réttu kenninguna um þróun lífs á jörðinni. Baráttan um hvora kenninguna skuli kenna stóð nær alla síðustu öld í Bandaríkjunum, eða allt síðan kennari í Tennessee var sektaður fyrir að kenna nemendum sínum þróunarkenninguna árið 1925.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×