Innlent

Hannes fær endurupptöku

Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður Jóns Ólafssonar.
Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður Jóns Ólafssonar.

"Það var ekki fallist á okkar beiðni um frávísun í héraðs­dómi í gær," segir Sigríður Rut Júlíus­dóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns. Arngrímur Ísberg héraðsdómari hafnaði í gær að vísa frá endurupptökubeiðni Hannesar en Hannes reynir að fá því hnekkt að greiða Jóni tólf milljónir króna vegna meiðyrðadóms í Englandi.

Sigríður Rut útskýrir að hún hafi sent aðfararbeiðni á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor til héraðsdóms í september. Hún hafi fengist afgreidd en nú krefjist Hannes þess að dómurinn endurskoði fyrri ákvörðun sína um aðför.

"Efnis­atriði hins enska dóms verða hins vegar ekkert endurskoðuð af íslenskum dómstólum," segir Sigríður. "Það næsta sem gerist er að ég skila greinargerð til héraðsdóms þann 25. nóvember næstkomandi þar sem fjallað verður um kröfur Hannesar og röksemdirnar bak við þær. Þá er líklegt að lögmaður Jóns fái einhvern tíma til þess að svara minni greinargerð. Þannig verður málið í meðferð svona eitthvað fram eftir desember," segir Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×