Sport

Ólafur Ingi aftur til Arsenal

Arsenal leikmaðurinn íslenski, Ólafur Ingi Skúlason mun að öllum líkindum ekki ganga til liðs við hollenska liðið Gröningen þar sem hann hefur æft að undanförnu. Ólafi verður ekki boðinn samningum skv. frétt Sky í kvöld en mörg lið í Championship deildinni á Englandi eru sögð hafa áhuga á Ólafi. Ólafur er því á leið aftur til Highbury þar sem hann er samningsbundinn síðan 2001. Arsene Wenger knattpsyrnustjóri Arsenal hefur gefið fyrrverandi Fylkismanninum leyfi til að finna sér nýtt félag eftir að hafa leikið með varaliði félagsins undanfarin ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×