Viðskipti innlent

Ný stjórn komst til valda í SPH

Óvænt tíðindi urðu á óvenju löngum aðalfundi Sparisjóðs Hafnarfjarðar í gær þegar ný stjórn komst til valda með naumum meirihluta. Páll Pálsson fer fyrir nýju stjórninni en samkvæmt heimildum fréttastofu fara nýju stjórnarmennirnir fyrir þeim hópi stofnfjárfesta sem eru óánægðir með afkomu sjóðsins. Hagnaður af rekstri hans í fyrra nam tæpum 320 milljónum króna en Sparisjóður Hafnarfjarðar er næststærsti sparisjóðurinn í landinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×