Forsetinn hafi áfram málskotsrétt Björgvin Guðmundsson skrifar 12. janúar 2005 00:01 Stjórnarskráin - Björgvin Guðmundsson Eitt mikilvægasta ákvæði stjórnarskrárinnar er það ákvæði, að forseti Íslands geti synjað lögum staðfestingar og skotið þeim til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hefur þetta ákvæði verið nefnt öryggisventill. Ef stjórnmálamenn gera einhver glappaskot eins og gerðist í fjölmiðlamálinu getur forseti Íslands leiðrétt þau. Samkvæmt stjórnarskránni öðlast lög, sem forseti synjar staðfestingar, eigi að síður lagagildi en skylt er þá að leggja þau undir dóm þjóðarinnar. Þetta ákvæði stjórnarskrárinnar hefur aðeins einu sinni verið notað en það var á sl. ári.Það sýnir, að forsetar Íslands hafa gert sér það ljóst, að þetta ákvæði á aðeins að nota þegar mjög brýnar ástæður eru fyrir hendi. Strax eftir að forseti Íslands hafði synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar á sl. ári fóru leiðtogar ríkisstjórnarinnar að tala um nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána og þá einkum ákvæði hennar um málskotsrétt forsetans. Ljóst var, að ríkisstjórnin vildi endurskoða stjórnarskrána í þeim tilgangi að taka málskotsréttinn út. Ég tel, að halda eigi þessu ákvæði áfram í stjórnarskránni. Ég tel, að forseti Íslands eigi áfram að hafa málskotsrétt. Samt sem áður er ég fylgjandi því, að sett verði ákvæði í stjórnarskrána um þjóðaratkvæðagreiðslur. Tel ég, að ákveðinn hluti þjóðarinnar eigi að geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu svo og ákveðinn minnihluti alþingis. Forsætisráðherra hefur nú skipað nefnd til þess að endurskoða stjórnarskrána. Hafa orðið nokkrar deilur um skipunarbréf nefndarmanna. Áður var talað um nokkuð almenna endurskoðun stjórnarskrárinnar, þar sem allt væri undir, en nú bregður svo við, að í skipunarbréfinu er talað um að einkum eigi að endurskoða ákvæðin um forseta Íslands og alþingi. Formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hefur mótmælt þessu og telur að öll stjórnarskráin eigi að vera undir. Hafa formenn hinna stjórnarstöðuflokkanna, VG og Frjálslynda flokksins, lýst yfir stuðningi við sjónarmið Samfylkingarinnar í þessu efni. Össur Skarphéðinsson telur, að Halldór Ásgrímsson hafi látið Davíð Oddson ráða ferðinni varðandi það hvað ætti að endurskoða en áður hafi Halldór haft frjálslyndari viðhorf í því efni. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna ætla að taka sæti í stjórnarskrárnefndinni enda þótt þeir séu óánægðir með skipunarbréfið. Áskilja þeir sér rétt til þess að fjalla í nefndinni um öll atriði stjórnarskrárinnar og segjast ekki munu láta framkvæmdavaldið skipa sér fyrir verkum í því efni hvað eigi að endurskoða. Ljóst er þó að forsætisráðherra hefur klúðrað fyrsta skrefinu í átt til endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Skynsamlegra hefði verið að hafa víðtækt samstarf við stjórnarandstöðuna um það hvernig standa ætti að endurskoðun. Ef það hefði verið gert hefði náðst full samstaða um vinnubrögð og það leitt til betri árangurs við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Stjórnarskráin - Björgvin Guðmundsson Eitt mikilvægasta ákvæði stjórnarskrárinnar er það ákvæði, að forseti Íslands geti synjað lögum staðfestingar og skotið þeim til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hefur þetta ákvæði verið nefnt öryggisventill. Ef stjórnmálamenn gera einhver glappaskot eins og gerðist í fjölmiðlamálinu getur forseti Íslands leiðrétt þau. Samkvæmt stjórnarskránni öðlast lög, sem forseti synjar staðfestingar, eigi að síður lagagildi en skylt er þá að leggja þau undir dóm þjóðarinnar. Þetta ákvæði stjórnarskrárinnar hefur aðeins einu sinni verið notað en það var á sl. ári.Það sýnir, að forsetar Íslands hafa gert sér það ljóst, að þetta ákvæði á aðeins að nota þegar mjög brýnar ástæður eru fyrir hendi. Strax eftir að forseti Íslands hafði synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar á sl. ári fóru leiðtogar ríkisstjórnarinnar að tala um nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána og þá einkum ákvæði hennar um málskotsrétt forsetans. Ljóst var, að ríkisstjórnin vildi endurskoða stjórnarskrána í þeim tilgangi að taka málskotsréttinn út. Ég tel, að halda eigi þessu ákvæði áfram í stjórnarskránni. Ég tel, að forseti Íslands eigi áfram að hafa málskotsrétt. Samt sem áður er ég fylgjandi því, að sett verði ákvæði í stjórnarskrána um þjóðaratkvæðagreiðslur. Tel ég, að ákveðinn hluti þjóðarinnar eigi að geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu svo og ákveðinn minnihluti alþingis. Forsætisráðherra hefur nú skipað nefnd til þess að endurskoða stjórnarskrána. Hafa orðið nokkrar deilur um skipunarbréf nefndarmanna. Áður var talað um nokkuð almenna endurskoðun stjórnarskrárinnar, þar sem allt væri undir, en nú bregður svo við, að í skipunarbréfinu er talað um að einkum eigi að endurskoða ákvæðin um forseta Íslands og alþingi. Formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hefur mótmælt þessu og telur að öll stjórnarskráin eigi að vera undir. Hafa formenn hinna stjórnarstöðuflokkanna, VG og Frjálslynda flokksins, lýst yfir stuðningi við sjónarmið Samfylkingarinnar í þessu efni. Össur Skarphéðinsson telur, að Halldór Ásgrímsson hafi látið Davíð Oddson ráða ferðinni varðandi það hvað ætti að endurskoða en áður hafi Halldór haft frjálslyndari viðhorf í því efni. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna ætla að taka sæti í stjórnarskrárnefndinni enda þótt þeir séu óánægðir með skipunarbréfið. Áskilja þeir sér rétt til þess að fjalla í nefndinni um öll atriði stjórnarskrárinnar og segjast ekki munu láta framkvæmdavaldið skipa sér fyrir verkum í því efni hvað eigi að endurskoða. Ljóst er þó að forsætisráðherra hefur klúðrað fyrsta skrefinu í átt til endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Skynsamlegra hefði verið að hafa víðtækt samstarf við stjórnarandstöðuna um það hvernig standa ætti að endurskoðun. Ef það hefði verið gert hefði náðst full samstaða um vinnubrögð og það leitt til betri árangurs við endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun