Erlent

Dæmdir fyrir vegabréfafölsun

Sex Jemenar voru í morgun dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir að falsa vegabréf og önnur ferðaskjöl í þeim tilgangi að slást í lið með skæruliðum sem berjast gegn hersetuliði Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Fimm menn voru sýknaðir. Jemen er eitt þeirra landa sem á við hryðjuverkavanda að stríða og hefur reynt að hafa uppi á meintum hryðjuverkamönnum með misjöfnum árangri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×