Innlent

Actavis getur framleitt flensulyf ef neyðarástand skapast

 

Actavis er eina íslenska lyfjafyrirtækið sem getur hafið framleiðslu flensulyfja fram hjá einkaleyfum ef neyðarástand skapast. Margt er þó óljóst í sambandi við framkvæmdina, og þá hversu langan tíma tæki að koma framleiðslu af stað.



Valgerður Sverrisdóttir lagði í gær fyrir ríkisstjórnina frumvarp um afnám lyfjaeinkaleyfis ef vá ber að höndum, fuglaflensu eða aðrar álíka plágur eða faraldra. Ef heimsfaraldur yrði til þess að innflutningur lyfja takmarkaðist eða stöðvaðist alveg um nokkurn tíma, þá gæti ríkisstjórnin sem sagt veitt sérstakt nauðungarleyfi til að framleiða einkaleyfisvernduð lyf hérlendis.

Eins og er, er Actavis eina íslenska fyrirtækið sem gæti hefði tök á að bregðast við ef ríkisstjórnin myndi veita slíkt nauðungaleyfi. Halldór Kristmannsson, upplýsingafulltrúi Actavis, segir að enn sé óljóst hvernig fyritækið myndi leysa málið en það ætti eftir að koma betur í ljós. Hann sagði að Actavis myndi leggja sitt að mörkum til að koma til móts við yfirvalda en hugmyndin væri góð. Halldór segir það allt fara eftir útfærslu, hversu hratt væri hægt að bregðast við. Ef samstarf stjórnvalda við frumlyfjafyrirtækið væri gott og uppskrift og hráefni lægju fyrir, ætti það ekki að taka langan tíma að koma framleiðslu af stað. Halldór segir að það munu ekki taka langan tíma að framleiða lyf en verksmiðjan hér sé mjög góð og það yrði farsælast að vinna með yfirvöldum svo hægt væri að bregðast við sem fyrst.

Öðru máli gegnir hins vegar ef hvorki uppskriftin né hráefnin eru til reiðu, þá myndi þróun lyfsins taka mun meiri tíma. Það eru afar strangar reglur og lög sem gilda um einkaleyfi á lyfjum - yrðu ekki einkaleyfishafarnir vitlausir ef stjórnvöld færu að gefa grænt ljós á nokkurs konar sjóræningjaframleiðslu, hvað sem líður öllum faröldrum? Halldór telur að það yrði umdeilt ef stjórnvöld myndi veita fleirum leyfi til framleiðslu en lyfjafyrirtækin muni þá jafnvel leita til samheitalyfjafyrirtækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×