Innlent

Forstjórar prófaðir í lögum markaðarins

Nýir forstjórar og stjórnarmenn í bönkum og verðbréfafyrirtækjum verða eftirleiðis prófaðir í lögum og reglum markaðarins, segir forstjóri Fjármáleftirlitsins. Misbrestur hefur verið á því að fyrirtækin veiti fullnægjandi upplýsingar um þátttöku sína í atvinnurekstri.

Íslenskur fjármálamarkaður hefur vaxið gríðarlega undanfarið og Fjármálaeftirlitið hefur einnig vaxið en þar starfa nú þrjátíu og fimm manns. Jónas Fr. Jónsson kynnti í dag framtíðarstefnu Fjármálaeftirlitsins. Hann kynnti þá nýja stefnu sem taka á upp sem felur í sér að birta verða nöfn þeirra sem gerast brotlegir. Þetta á þó ekki við ef málum er vísað til lögreglu. Ef eftirlitið gerir athugasemdir við starfshætti fjármálafyrirtækja verða athugasemdirnar birtar opinberlega. Sérstaklega á að skoða aðkomu fjármálafyrirtækja að annarri starfsemi.

Fjármálaeftirlitið fylgjist líka með stjórnendum fyrirtækja og nú á að kalla alla nýja stjórendur og stjórnarmenn til Fjármálaeftirlitsins þar sem fara á yfir þekkingu þeirra á þeim lögum og reglum sem gilda um fjármálafyrirtæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×