Innlent

Rúta fauk af veginum á Söndum

Rúta fauk af veginum á Söndum skammt frá Bolungarvík en hún var á leiðinni frá Ísafirði. Ökumaður var einn og meiddist ekki. "Þetta var samspil hálku og vindhviðu sem hefðu sennilega sett rútuna á hlið," sagði Hermann Þór Þorbjörnsson sem sýndi mikið snarræði þegar sterk vindhviða skall á rútunni sem hann ók á leið til Bolungarvíkur. Betur fór en á horfðist því fljúgandi hálka var á Söndum þar sem atvikið átti sér stað og ljóst að mikið tjón hefði orðið ef rútan hefði oltið. "Maður hafði engan tíma til að vera hræddur því þetta gerðist svo fljótt. Svo var þetta allt í lagi víst maður var bara einn en ég var að fara að ná í grunnskólakrakka inn í Bolungarvík, " sagði Hermann og gerir ekki mikið úr atvikinu og var að keyra strætó á Ísafirði þegar fréttamaður náði tali af honum. Annar bílstjóri fyrir vestan lýsti furðu sinni á að Vegagerðin skyldi ekki standa sig betur í að bera á vegina sem voru fljúgandi hálir og hafði orðið slys í Óshlíð rétt á undan þessu þar sem ökumönnum varð á í hálkunni. Hermann tók ekki undir þessa gagnrýni og sagði að Vegagerðin hefði í nóg að snúast og hefðu borið sand á vegina rétt eftir atvikið. Önnur rúta ver send eftir krökkunum sem voru á leið til Ísafjarðar á skíði. Rútan sem Hermann ók skemmdist aðeins á stuðara en það þurfti að fá stórvirk tæki til að ná henni upp aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×