bjorn.is tíu ára 18. febrúar 2005 00:01 "Ég sá það ekki fyrir fyrir áratug síðan hvað þetta yrði stórt og veit það svo sem ekki enn," segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, en á þessum degi fyrir réttum tíu árum birtist fyrsta greinin á vefsíðu hans bjorn.is sem haldið hefur verið úti allar götur síðan. Hangir enn á önglinum Árið 1995 var upplýsingabyltingin rétt að hefjast og fáir gerðu sér grein fyrir möguleikunum sem veraldarvefurinn átti eftir að bjóða upp á. Björn segir hugmyndina að vefsíðunni hafa komið frá Arnþóri Jónssyni og Gunnari Jónssyni sem stóðu að tölvufyrirtækinu Miðheimum. "Þeir hvöttu mig til að nýta þessa tækni og töldu að ef þeir fengju ritfæran og þekktan mann í lið með sér myndu fleiri fylgja í kjölfarið. Ég beit á agnið og hef hangið á þessum öngli síðan." Fjölmargir lesa heimasíðuna; á póstlistanum eru um 1200 manns og Björn segist fá fjölmargar fyrirspurnir í gegnum síðuna. "Ég man að þegar ég var að byrja á þessu gagnrýndu sumir að fólk þyrfti að hafa samband við mig í gegnum tölvu, en gæti ekki hitt mig í eigin persónu eða rætt við mig í síma. En tölvusamskiptin hafa sparað mér heilmikinn tíma og auðveldað mér samskiptin við fólk. Þetta sýnir að menn áttuðu sig ekki á að netið yrði einhver greiðasta leiðin til að hafa samband við fólk í náinni framtíð." Heimild um eigin viðhorf Björn uppfærir síðuna einu sinni í viku, yfirleitt á laugardegi eða sunnudegi og birtir pistla sína um leið og þeir hafa verið skrifaðir. "Ég hugsaði frá upphafi að ef ég ætlaði að gera þetta þannig að ég væri sáttur, krefðist það þess að ég væri alltaf með nýtt efni. Annars hættir fólk að lesa síðuna." Ráðherrann þjáist þó aldrei af ritstíflu að eigin sögn; á frekar erfitt með að stilla textanum í hóf ef eitthvað er. Björn segir einn helsta kost síðunnar þann að hún stendur sem heimild um viðhorf hans um atburði samtímans. "Þegar ég skrifa á netið tileinka ég mér beinskeyttari stíl en ég myndi gera ef ég væri til dæmis að skrifa fræðigrein. Það kemur fyrir þegar ég skoða það sem hefur verið sett á netið að ég hugsa að kannski hafi maður verið í harðari kantinum þegar viðkomandi færsla var skrifuð. En það er hluti af andrúmsloftinu sem ríkir þegar maður er að skrifa og ekki svo að skilja að ég sjái eftir því sem ég læt frá mér." Skrif Björns vekja stundum sterk viðbrögð en hann segist ekki vísvitandi reyna að stuða fólk. "Maður veit aldrei hvað á eftir að hitta einhvern fyrir. Ég er oft mest undrandi á því sjálfur að fólk taki upp einhvern ákveðinn punkt í skrifum mínum frekar en annan." Fylgist með bloggsíðum Björn hefur mikinn áhuga á fjölmiðlum og segir að þeir séu jafnan þráðurinn í skrifum hans. "Ég var blaðamaður í tólf ár; hætti í stjórnarráðinu á sínum tíma til að fara í blaðamennsku því mér finnst gaman að sýsla við þessa hluti. Ég skrifa því samfellt mjög mikið um fjölmiðla og finnst gaman að fjalla um það sem þar er sagt, sem og efnistök." Björn er ekki aðeins virkur bloggari sjálfur heldur hefur hann líka áhuga á öðrum bloggsíðum sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur undanfarin ár. "Mér finnst áhugavert að sjá mismunandi stílbrögð. Sumir eru persónulegri en ég og fjalla mikið um sjálfa sig, en ég skrifa meira um annað fólk og skoðanir þess og reyni að halda mig við hinn opinbera vettvang." Björn segist sjálfsagt alltaf munu hafa áhuga á að halda síðunni úti þó hann myndi láta af stjórnmálastörfum, en myndi sennilega ekki kæra sig um að taka upp persónulegri stíl. "Mér finnst bara gaman að skrifa um það sem er að gerast á líðandi stundu og fæ útrás með því. Ég held að það megi segja að með þessari síðu hafi ég að vissu leyti haldið í blaðamannsstarfið." Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
"Ég sá það ekki fyrir fyrir áratug síðan hvað þetta yrði stórt og veit það svo sem ekki enn," segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, en á þessum degi fyrir réttum tíu árum birtist fyrsta greinin á vefsíðu hans bjorn.is sem haldið hefur verið úti allar götur síðan. Hangir enn á önglinum Árið 1995 var upplýsingabyltingin rétt að hefjast og fáir gerðu sér grein fyrir möguleikunum sem veraldarvefurinn átti eftir að bjóða upp á. Björn segir hugmyndina að vefsíðunni hafa komið frá Arnþóri Jónssyni og Gunnari Jónssyni sem stóðu að tölvufyrirtækinu Miðheimum. "Þeir hvöttu mig til að nýta þessa tækni og töldu að ef þeir fengju ritfæran og þekktan mann í lið með sér myndu fleiri fylgja í kjölfarið. Ég beit á agnið og hef hangið á þessum öngli síðan." Fjölmargir lesa heimasíðuna; á póstlistanum eru um 1200 manns og Björn segist fá fjölmargar fyrirspurnir í gegnum síðuna. "Ég man að þegar ég var að byrja á þessu gagnrýndu sumir að fólk þyrfti að hafa samband við mig í gegnum tölvu, en gæti ekki hitt mig í eigin persónu eða rætt við mig í síma. En tölvusamskiptin hafa sparað mér heilmikinn tíma og auðveldað mér samskiptin við fólk. Þetta sýnir að menn áttuðu sig ekki á að netið yrði einhver greiðasta leiðin til að hafa samband við fólk í náinni framtíð." Heimild um eigin viðhorf Björn uppfærir síðuna einu sinni í viku, yfirleitt á laugardegi eða sunnudegi og birtir pistla sína um leið og þeir hafa verið skrifaðir. "Ég hugsaði frá upphafi að ef ég ætlaði að gera þetta þannig að ég væri sáttur, krefðist það þess að ég væri alltaf með nýtt efni. Annars hættir fólk að lesa síðuna." Ráðherrann þjáist þó aldrei af ritstíflu að eigin sögn; á frekar erfitt með að stilla textanum í hóf ef eitthvað er. Björn segir einn helsta kost síðunnar þann að hún stendur sem heimild um viðhorf hans um atburði samtímans. "Þegar ég skrifa á netið tileinka ég mér beinskeyttari stíl en ég myndi gera ef ég væri til dæmis að skrifa fræðigrein. Það kemur fyrir þegar ég skoða það sem hefur verið sett á netið að ég hugsa að kannski hafi maður verið í harðari kantinum þegar viðkomandi færsla var skrifuð. En það er hluti af andrúmsloftinu sem ríkir þegar maður er að skrifa og ekki svo að skilja að ég sjái eftir því sem ég læt frá mér." Skrif Björns vekja stundum sterk viðbrögð en hann segist ekki vísvitandi reyna að stuða fólk. "Maður veit aldrei hvað á eftir að hitta einhvern fyrir. Ég er oft mest undrandi á því sjálfur að fólk taki upp einhvern ákveðinn punkt í skrifum mínum frekar en annan." Fylgist með bloggsíðum Björn hefur mikinn áhuga á fjölmiðlum og segir að þeir séu jafnan þráðurinn í skrifum hans. "Ég var blaðamaður í tólf ár; hætti í stjórnarráðinu á sínum tíma til að fara í blaðamennsku því mér finnst gaman að sýsla við þessa hluti. Ég skrifa því samfellt mjög mikið um fjölmiðla og finnst gaman að fjalla um það sem þar er sagt, sem og efnistök." Björn er ekki aðeins virkur bloggari sjálfur heldur hefur hann líka áhuga á öðrum bloggsíðum sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur undanfarin ár. "Mér finnst áhugavert að sjá mismunandi stílbrögð. Sumir eru persónulegri en ég og fjalla mikið um sjálfa sig, en ég skrifa meira um annað fólk og skoðanir þess og reyni að halda mig við hinn opinbera vettvang." Björn segist sjálfsagt alltaf munu hafa áhuga á að halda síðunni úti þó hann myndi láta af stjórnmálastörfum, en myndi sennilega ekki kæra sig um að taka upp persónulegri stíl. "Mér finnst bara gaman að skrifa um það sem er að gerast á líðandi stundu og fæ útrás með því. Ég held að það megi segja að með þessari síðu hafi ég að vissu leyti haldið í blaðamannsstarfið."
Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði