Innlent

Skoðar viðskipti með fasteignir

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir til skoðunar hversu langt starfsheimildir bankanna nái hvað varðar viðskipti með fasteignir en vildi ekki tjá sig um einstök mál. "Þetta snýst um túlkun á lögum sem varða alla bankana," segir hann. "Í lögum eru matskennd ákvæði um þau mörk sem gilda í starfsemi fjármálafyrirtækja. Það er túlkun á þeim ákvæðum sem koma til álita." Nýjasta dæmið um þetta eru kaup Frjálsa fjárfestingabankans á lóðum í Garðabæ. Ekki náðist í Kristin Bjarnason, framkvæmdastjóra bankans, í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×