Þúsundir hrafna skotnar árlega 18. febrúar 2005 00:01 Skotveiðiáhuga Íslendinga er viðbrugðið og dvínar h ann síst með árunum. Í síðustu viku var greint frá því að tvær umsóknir væru um hvert hreindýraleyfi þetta árið og svo mikill hefur ágangur veiðimanna verið á rjúpuna að slíkar veiðar hafa verið bannaðar tvö síðustu ár. Rjúpur, hreindýr og gæsir eru þó langt í frá einu dýrin sem veiðimenn skjóta sér til gagns eða gamans. Alls voru 4.546.039 dýr veidd hérlendis á árunum 1995-2002 að því er fram kemur á veiðiskýrslum sem berast til Umhverfisstofnunar en þeim sem stunda veiðar á villtum dýrum, öðrum en músum og rottum, ber að skila slíkum skýrslum. Langstærstur hluti veiddra dýra eru fuglar en einhverja ferfætlinga má vissulega finna þarna líka. "Þessir veiðistofnar eru allir stórir og sterkir. Lundinn er mjög stór hluti af þessu, síðan eru rjúpan og gæsin. Þessir stóru stofnar halda þessu eiginlega uppi," segir Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs stofnunarinnar. Alls er 32 dýrategundir að finna á veiðiskýrslum. Þar á meðal eru meindýr á borð við refi, minka og máva af ýmsum tegundum. Endur eru jafnframt áberandi á listanum, til dæmis duggönd, rauðhöfðaönd, skúfönd og stokkönd en þá síðastnefndu skemmta börn sér gjarnan við að brauðfæða. 8267 stokkendur voru veiddar árið 2002 en aðeins 92 skúfendur. 3015 hreindýr féllu fyrir byssum veiðimanna á árunum 1995-2002 og sú tala hefur hækkað talsvert síðustu tvö ár þar sem fjöldi veiðileyfa hefur tvöfaldast. Eins og Áki bendir á er enginn fugl meira veiddur en lundinn enda er hann lang algengasti fugl landsins. Talið er að 2-3 milljónir lundapara verpi hérlendis ár hvert þannig að lítið gerir til þótt 120.000-230.000 lundar hafi veiðst hér árlega um langt skeið. Öðru máli gegnir um rjúpuna. Árið 2002 voru 78.177 rjúpur skotnar á landinu en talið er að varpsstofninn telji aðeins 50.000-100.000 pör. Ýmsar skringilegar skepnur má finna í þessum fjölskrúðuga hópi, þar á meðal hrafna. Tæplega fjörtíu þúsund hrafnar féllu fyrir hendi veiðimanna á tímabilinu þótt heldur hafi dregið úr veiðinni á síðari hluta þess. Hrafninn hefur til þessa lítið sést á matarborðum landsmanna. "Hann er vargtegund," útskýrir Áki Ármann. "Til að koma í veg fyrir tjón verða menn að skjóta hrafna og máva og það er ekkert nýtt," segir hann en einhver brögð eru að því að hrafnar skemmi heyrúllur og kroppi í lömb. Verið er að vinna úr veiðiskýrslum fyrir árið 2004 en eins og fram kom í fréttum á sínum tíma þóttu skýrslur ársins 2003 ómarktækar. Skýringin er sú að veiðimenn létu Umhverfisstofnun rangar upplýsingar í té til að mótmæla rjúpnaveiðibanninu. Dæmi eru um veiðimenn sem sögðust hafa skotið yfir 100.000 duggendur en yfirleitt eru nokkur hundruð slíkar endur veiddar á ári. Fréttir Innlent Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Skotveiðiáhuga Íslendinga er viðbrugðið og dvínar h ann síst með árunum. Í síðustu viku var greint frá því að tvær umsóknir væru um hvert hreindýraleyfi þetta árið og svo mikill hefur ágangur veiðimanna verið á rjúpuna að slíkar veiðar hafa verið bannaðar tvö síðustu ár. Rjúpur, hreindýr og gæsir eru þó langt í frá einu dýrin sem veiðimenn skjóta sér til gagns eða gamans. Alls voru 4.546.039 dýr veidd hérlendis á árunum 1995-2002 að því er fram kemur á veiðiskýrslum sem berast til Umhverfisstofnunar en þeim sem stunda veiðar á villtum dýrum, öðrum en músum og rottum, ber að skila slíkum skýrslum. Langstærstur hluti veiddra dýra eru fuglar en einhverja ferfætlinga má vissulega finna þarna líka. "Þessir veiðistofnar eru allir stórir og sterkir. Lundinn er mjög stór hluti af þessu, síðan eru rjúpan og gæsin. Þessir stóru stofnar halda þessu eiginlega uppi," segir Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs stofnunarinnar. Alls er 32 dýrategundir að finna á veiðiskýrslum. Þar á meðal eru meindýr á borð við refi, minka og máva af ýmsum tegundum. Endur eru jafnframt áberandi á listanum, til dæmis duggönd, rauðhöfðaönd, skúfönd og stokkönd en þá síðastnefndu skemmta börn sér gjarnan við að brauðfæða. 8267 stokkendur voru veiddar árið 2002 en aðeins 92 skúfendur. 3015 hreindýr féllu fyrir byssum veiðimanna á árunum 1995-2002 og sú tala hefur hækkað talsvert síðustu tvö ár þar sem fjöldi veiðileyfa hefur tvöfaldast. Eins og Áki bendir á er enginn fugl meira veiddur en lundinn enda er hann lang algengasti fugl landsins. Talið er að 2-3 milljónir lundapara verpi hérlendis ár hvert þannig að lítið gerir til þótt 120.000-230.000 lundar hafi veiðst hér árlega um langt skeið. Öðru máli gegnir um rjúpuna. Árið 2002 voru 78.177 rjúpur skotnar á landinu en talið er að varpsstofninn telji aðeins 50.000-100.000 pör. Ýmsar skringilegar skepnur má finna í þessum fjölskrúðuga hópi, þar á meðal hrafna. Tæplega fjörtíu þúsund hrafnar féllu fyrir hendi veiðimanna á tímabilinu þótt heldur hafi dregið úr veiðinni á síðari hluta þess. Hrafninn hefur til þessa lítið sést á matarborðum landsmanna. "Hann er vargtegund," útskýrir Áki Ármann. "Til að koma í veg fyrir tjón verða menn að skjóta hrafna og máva og það er ekkert nýtt," segir hann en einhver brögð eru að því að hrafnar skemmi heyrúllur og kroppi í lömb. Verið er að vinna úr veiðiskýrslum fyrir árið 2004 en eins og fram kom í fréttum á sínum tíma þóttu skýrslur ársins 2003 ómarktækar. Skýringin er sú að veiðimenn létu Umhverfisstofnun rangar upplýsingar í té til að mótmæla rjúpnaveiðibanninu. Dæmi eru um veiðimenn sem sögðust hafa skotið yfir 100.000 duggendur en yfirleitt eru nokkur hundruð slíkar endur veiddar á ári.
Fréttir Innlent Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira