Erlent

Sprengdi sig í loft upp í mosku

Sjálfsmorðsárásarmaður drap fjóra hið minnsta og særði tuttugu og tvo inni í mosku sjíta í suðurhluta Bagdad í morgun. Sjónarvottar segja að árásarmaðurinn hafi borið sprengjubelti um sig miðjan og kveikt í því þegar hann kom inn í moskuna. Sjítamúslimar fagna þessa dagana Ashura sem er mikilvæg trúarhátíð til minningar um píslarvætti barnabarns Múhameðs spámanns. Hátíðin nær hápunkti á morgun og yfirvöld óttast að öfgahópar nýti tækifærið til árása. Á Ashura-hátíðinni á síðasta ári létu meira en170 manns lífið í árásum öfgamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×