Innlent

Bílaflutningabíll ók á jeppa

Fimm bílar skemmdust, þar af kastaðist einn mannlaus bíll út í móa og hafnaði á hvolfi, þegar jeppi og bílaflutningabíll með þrjá bíla á dráttarvagni lentu í hörðum árekstri í Miðfirði í gærkvöldi. Ökumenn flutningabílsins og jeppans sluppu ómeiddir þótt jeppinn sé gjörónýtur.  Þetta gerðist með þeim hætti að flutningabíllinn var að fara fram úr jeppanum þegar jeppanum var skyndilega beygt þvert fyrir hann inn á afleggjara. Eins og áður sagði flaug einn bíll af flutningabílnum á hvolf út í móa og hinir tveir skemmdust talsvert þannig að fimm bílar skemmdust verulega í þessum tveggja bíla árekstri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×