Innlent

Lést í vélsleðaslysi

Karlmaður á vélsleða beið bana þegar hann ók fram af hárri hengju á Landmannaleið til móts við Sauðleysu seint í gærkvöldi. Félagi hans, sem var á öðrum sleða, þurfti að aka langa leið til að komast í síma og kalla á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þegar hún lenti á vettvangi með lækni var maðurinn látinn og er talið að hann hafi látist samstundis. Snjókoma og slæmt skyggni var þegar slysið varð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×