Fjarar undan bandalagi viljugra 5. desember 2005 01:30 Á heimleið. Úkraínumenn eru í hópi þeirra þjóða sem huga að brottflutningi herliðs síns frá Írak en útlit er fyrir að allir 876 úkraínsku hermennirnir í landinu verði komnir heim á gamlársdag. Enda þótt enn sé ófriður í Írak eru flestar hinna staðföstu þjóða farnar að huga að brottflutningi herliðs síns frá Írak. Sú þróun veldur Bandaríkjamönnum áhyggjum þar sem hún tefur fyrir þeirra eigin möguleikum á að kalla hermenn sína heim. Ef svo fer sem horfir þá verða dagar bandalags svonefndra staðfastra þjóða senn taldir. Ríkin sem stóðu fyrir hernámi Íraks eru hvert á fætur öðru farin að huga að brottflutningi hermanna sinna þrátt fyrir að friður sé þar ekki í sjónmáli. Fyrstu mánuðina eftir hernám Íraks í mars 2003 voru um 300.000 hermenn frá 38 ríkjum í landinu. Nú eru þeir um það bil 180.000, þar af 160.000 Bandaríkjamenn, 8.000 Bretar og 3.200 Suður-Kóreumenn. Flestar hinna staðföstu þjóða hafa sent umtalsvert færri hermenn til Íraks, allt niður í 2-3 tylftir, og hefur því nánast verið um táknrænan stuðning að ræða af þeirra hálfu. Útlit er fyrir að veruleg fækkun verði í herliði þessara ríkja í Írak á næstu mánuðum, jafnvel um 15.000 hermenn, en slíkt tefði um leið brottflutning bandarískra hermanna frá landinu.Enn er langt í land@Mynd -FoMed 6,5p CP:Fréttaskýring Sveinn Guðmarsson sveinng@frettabladid.isÞótt kosningarnar í næstu viku marki formlegt lokaskref í stjórnmálauppbyggingu Íraks þá er langt í frá að friði hafi verið komið á í landinu eða að hersveitir þess séu orðnar nægilega sterkar til að geta tekið við vörnum landsins og löggæslu. Í síðasta mánuði fór írakska ríkisstjórnin fram á við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að umboðið sem hernámsliðið hefur frá ráðinu yrði framlengt um eitt ár, til 31. desember 2006, þótt það megi endurskoða hvenær sem er. Friðarráðstefna Arababandalagsins sem haldin var í Kaíró á dögunum komst sömuleiðis að þeirri niðurstöðu að Írakar yrðu sjálfir færir um að annast eigin öryggismál í lok næsta árs. Það eru með öðrum orðum ekki íröksk stjórnvöld sem knýja á um að erlendu herirnir yfirgefi landið, þau vilja einfaldlega að herirnir fari þegar það er óhætt - ekki fyrr. Orsökin fyrir áformum staðföstu þjóðanna er sem sagt ekki sú að ekki er lengur þörf fyrir hermenn þeirra í Írak heldur miklu fremur sú að þrýstingur heima fyrir fer stöðugt vaxandi um að þátttökunni í hernáminu verði hætt. Óróinn í Bandaríkjunum vegna hersetunnar hefur greinilega haft áhrif á almenningsálitið annars staðar, segir Terence Taylor, framkvæmdastjóri rannsóknasetursins International Intstitute for Strategic Studies í Washington. Heimferð á næsta leitiÞessa stundina eru 876 úkraínskir hermenn í Írak og í samræmi við kosningaloforð Viktors Jústsjenkó frá því í fyrra verða þeir allir farnir um áramótin. Átján úkraínskir hermenn hafa fallið í landinu og 32 hafa slasast alvarlega og því hefur andstaða úkraínsku þjóðarinnar við þátttöku í hernaðinum farið stöðugt vaxandi. Hernaðinum er lokið, sagði Anatoliy Grytsenko varnarmálaráðherra eftir heimsókn til Íraks í síðasta mánuði. Nú er runninn upp tími stjórnmálamanna, verktaka og kaupsýslumanna. Enn skemmri tími er þangað til 380 manna herlið Búlgara snýr heim en sá brottflutningur hefst strax að loknum íröksku kosningunum 15. desember að því er AP-fréttastofan hefur eftir varnarmálaráðherranum Veselin Bliznakov. Stærri ríkin skoða máliðTeikn eru á lofti um að þau ríki sem hafa stærri herafla í Írak séu einnig að hugleiða að rifa seglin. Tony Blair forsætisráðherra hefur raunar ávallt haldið því fram að vera breskra hermanna í landinu sé ekki háð skilgreindum tímamörkum heldur fari þeir heim þegar Írakar séu reiðubúnir að taka við. Hins vegar gaf John Reid varnarmálaráðherra í skyn í síðasta mánuði að brottflutningurinn gæti hafist snemma á næsta ári. Suður-Kóreumenn hyggjast flytja að minnsta kosti þriðjung hermanna sinna við Persaflóa heim á fyrri helmingi ársins 2006 og Ítalir, sem halda úti 2.800 manna herliði á þessum slóðum, munu ákveða sig á næstu vikum. Ríkisstjórn Silvios Berlusconi liggur undir miklum þrýstingi frá almenningi um að kalla hermennina heim og hann hefur sagt að þeir verði fluttir í 300 manna kippum í samræmi við óskir Írakanna sjálfra. 1.400 pólskir hermenn eru í Írak við löggæslu- og þjálfunarstörf. Í janúar á þessu ári ákvað þáverandi ríkisstjórn landsins að þeir yrðu kallaðir heim og núverandi ríkisstjórn hægriflokka tekur ákvörðun um hvort því verði fylgt eftir um miðjan þennan mánuð. Bush á í vök að verjastRæða Bush Bandaríkjaforsteta í flotaskólanum í Annapolis er athyglisverð í þessu ljósi. Fátt nýtt kom fram í henni heldur tíndi hann þar fram helstu rökin fyrir áframhaldandi hersetu til að sannfæra þjóð sína um að skýr stefna lægi henni að baki. Könnun CNN sýnir að sex af hverjum tíu Bandaríkjamönnum eru ennþá þeirrar skoðunar að bandaríski herinn eigi ekki að snúa heim fyrr en hann hefur lokið verkefnum sínum. Hins vegar telur meirihluti þjóðarinnar að forsetinn hafi ekki haldið vel á spöðunum í Írak og að hann hafi enga lausn á hvernig ná beri fram sigri. Yfir tvö þúsund bandarískir hermenn hafa fallið í átökum í landinu og eftir því sem þeim fjölgar dvínar stuðningur þjóðarinnar við hersetuna. Erlent Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Enda þótt enn sé ófriður í Írak eru flestar hinna staðföstu þjóða farnar að huga að brottflutningi herliðs síns frá Írak. Sú þróun veldur Bandaríkjamönnum áhyggjum þar sem hún tefur fyrir þeirra eigin möguleikum á að kalla hermenn sína heim. Ef svo fer sem horfir þá verða dagar bandalags svonefndra staðfastra þjóða senn taldir. Ríkin sem stóðu fyrir hernámi Íraks eru hvert á fætur öðru farin að huga að brottflutningi hermanna sinna þrátt fyrir að friður sé þar ekki í sjónmáli. Fyrstu mánuðina eftir hernám Íraks í mars 2003 voru um 300.000 hermenn frá 38 ríkjum í landinu. Nú eru þeir um það bil 180.000, þar af 160.000 Bandaríkjamenn, 8.000 Bretar og 3.200 Suður-Kóreumenn. Flestar hinna staðföstu þjóða hafa sent umtalsvert færri hermenn til Íraks, allt niður í 2-3 tylftir, og hefur því nánast verið um táknrænan stuðning að ræða af þeirra hálfu. Útlit er fyrir að veruleg fækkun verði í herliði þessara ríkja í Írak á næstu mánuðum, jafnvel um 15.000 hermenn, en slíkt tefði um leið brottflutning bandarískra hermanna frá landinu.Enn er langt í land@Mynd -FoMed 6,5p CP:Fréttaskýring Sveinn Guðmarsson sveinng@frettabladid.isÞótt kosningarnar í næstu viku marki formlegt lokaskref í stjórnmálauppbyggingu Íraks þá er langt í frá að friði hafi verið komið á í landinu eða að hersveitir þess séu orðnar nægilega sterkar til að geta tekið við vörnum landsins og löggæslu. Í síðasta mánuði fór írakska ríkisstjórnin fram á við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að umboðið sem hernámsliðið hefur frá ráðinu yrði framlengt um eitt ár, til 31. desember 2006, þótt það megi endurskoða hvenær sem er. Friðarráðstefna Arababandalagsins sem haldin var í Kaíró á dögunum komst sömuleiðis að þeirri niðurstöðu að Írakar yrðu sjálfir færir um að annast eigin öryggismál í lok næsta árs. Það eru með öðrum orðum ekki íröksk stjórnvöld sem knýja á um að erlendu herirnir yfirgefi landið, þau vilja einfaldlega að herirnir fari þegar það er óhætt - ekki fyrr. Orsökin fyrir áformum staðföstu þjóðanna er sem sagt ekki sú að ekki er lengur þörf fyrir hermenn þeirra í Írak heldur miklu fremur sú að þrýstingur heima fyrir fer stöðugt vaxandi um að þátttökunni í hernáminu verði hætt. Óróinn í Bandaríkjunum vegna hersetunnar hefur greinilega haft áhrif á almenningsálitið annars staðar, segir Terence Taylor, framkvæmdastjóri rannsóknasetursins International Intstitute for Strategic Studies í Washington. Heimferð á næsta leitiÞessa stundina eru 876 úkraínskir hermenn í Írak og í samræmi við kosningaloforð Viktors Jústsjenkó frá því í fyrra verða þeir allir farnir um áramótin. Átján úkraínskir hermenn hafa fallið í landinu og 32 hafa slasast alvarlega og því hefur andstaða úkraínsku þjóðarinnar við þátttöku í hernaðinum farið stöðugt vaxandi. Hernaðinum er lokið, sagði Anatoliy Grytsenko varnarmálaráðherra eftir heimsókn til Íraks í síðasta mánuði. Nú er runninn upp tími stjórnmálamanna, verktaka og kaupsýslumanna. Enn skemmri tími er þangað til 380 manna herlið Búlgara snýr heim en sá brottflutningur hefst strax að loknum íröksku kosningunum 15. desember að því er AP-fréttastofan hefur eftir varnarmálaráðherranum Veselin Bliznakov. Stærri ríkin skoða máliðTeikn eru á lofti um að þau ríki sem hafa stærri herafla í Írak séu einnig að hugleiða að rifa seglin. Tony Blair forsætisráðherra hefur raunar ávallt haldið því fram að vera breskra hermanna í landinu sé ekki háð skilgreindum tímamörkum heldur fari þeir heim þegar Írakar séu reiðubúnir að taka við. Hins vegar gaf John Reid varnarmálaráðherra í skyn í síðasta mánuði að brottflutningurinn gæti hafist snemma á næsta ári. Suður-Kóreumenn hyggjast flytja að minnsta kosti þriðjung hermanna sinna við Persaflóa heim á fyrri helmingi ársins 2006 og Ítalir, sem halda úti 2.800 manna herliði á þessum slóðum, munu ákveða sig á næstu vikum. Ríkisstjórn Silvios Berlusconi liggur undir miklum þrýstingi frá almenningi um að kalla hermennina heim og hann hefur sagt að þeir verði fluttir í 300 manna kippum í samræmi við óskir Írakanna sjálfra. 1.400 pólskir hermenn eru í Írak við löggæslu- og þjálfunarstörf. Í janúar á þessu ári ákvað þáverandi ríkisstjórn landsins að þeir yrðu kallaðir heim og núverandi ríkisstjórn hægriflokka tekur ákvörðun um hvort því verði fylgt eftir um miðjan þennan mánuð. Bush á í vök að verjastRæða Bush Bandaríkjaforsteta í flotaskólanum í Annapolis er athyglisverð í þessu ljósi. Fátt nýtt kom fram í henni heldur tíndi hann þar fram helstu rökin fyrir áframhaldandi hersetu til að sannfæra þjóð sína um að skýr stefna lægi henni að baki. Könnun CNN sýnir að sex af hverjum tíu Bandaríkjamönnum eru ennþá þeirrar skoðunar að bandaríski herinn eigi ekki að snúa heim fyrr en hann hefur lokið verkefnum sínum. Hins vegar telur meirihluti þjóðarinnar að forsetinn hafi ekki haldið vel á spöðunum í Írak og að hann hafi enga lausn á hvernig ná beri fram sigri. Yfir tvö þúsund bandarískir hermenn hafa fallið í átökum í landinu og eftir því sem þeim fjölgar dvínar stuðningur þjóðarinnar við hersetuna.
Erlent Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira