Erlent

Slepptu um 80 föngum í Afganistan

Bandaríkjamenn hafa sleppt rúmlega 80 afgönskum föngum í Afganistan, en sumir þeirra hafa verið í haldi í rúm tvö ár. Með þessu vonast Bandaríkjamenn til að sannfæra uppreisnarmenn úr röðum talibana um að hætta árásum á bæði bandarísk og afgönsk skotmörk. Þetta er í annað sinn á árinu sem Bandaríkjamenn sleppa föngum úr herfangelsum sínum í Afganistan, en í janúar var svipuðum fjölda sleppt. Þá hafa Bandaríkjamenn einnig sent 17 Afgana, sem haldið var í herbúðunum á Guantanamo-flóa við Kúbu, til síns heima. Enn eru þó nokkur hundruð fangar í haldi Bandaríkjahers í Afganistan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×