Viðskipti innlent

Lítil ávöxtun af erlendum bréfum

Í morgunkorni Íslandsbanka í dag er greint frá því að ávöxtun á erlendum hlutabréfamörkuðum hafi verið heldur rýr frá áramótum. Bandarísku hlutabréfavísitölurnar hafa allar lækkað á árinu, Nasdaq um tæp tíu prósent, Dow Jones um fjögur prósent og S&P 500 um rúm þrjú prósent. Markaðir í Japan og Hong Kong hafa einnig lækkað. Evrópsku vísitölurnar CAC (+ 5,2 prósent) og FTSE 100 (+1,8 prósent) hafa gert betri hluti þótt ávöxtun þeirra sé ekkert í líkingu við íslensku úrvalsvísitöluna sem hefur hækkað um rúm 20 prósent frá áramótum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×