Að minnsta kosti fjórir hafa látist í skógareldum í Texas í Bandaríkjunum undanfarna daga, auk þess sem óvíst er um afdrif þriggja. Meira en hundrað hús, meirihlutinn íbúðarhús, hafa brunnið í eldunum sem náð hafa yfir 13 þúsund ekra svæði.
Íbúar í einu hverfi í Arlington sneru til síns heima í gær eftir að hafa flúið eldinn fyrr í vikunni og aðkoman var ekki beint glæsileg. Slökkviliðsmenn berjast enn við elda sums staðar í Texas en að minnsta kosti fimmtán slökkviliðsmenn hafa þurft að leita sér aðhlynningar vegna reykeitrunar.