Eiður hetja Chelsea 12. febrúar 2005 00:01 „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur þar sem nú kemur smá pása hjá okkur í úrvalsdeildinni. Við höldum enn góðri stöðu og getum því einbeitt okkur að öðrum verkefnum með góðri samvisku,“ sagði okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen, sem var hetja Chelsea gegn Everton í dag. Eiður skoraði eina mark liðsins á 69. mínútu og tryggði Chelsea því tólf stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni. Man.Utd á reyndar leik inni gegn Man.City á morgun og geta minnkað bilið á toppnum í níu stig. Um algjöra einstefnu af hálfu Chelsea var að ræða á Goodison Park í gær en James Beattie lét reka sig út af strax á 8. mínútu fyrir að skalla William Gallas. Einum færri áttu Everton sér ekki viðreisnarvon gegn heitasta liði Evrópu. Liðið barðist þó hetjulega og það var ekki fyrr en á 69. mínútu sem vörnin lét undan þegar Eiður Smári náði að skora eftir að hafa fylgt eftir skoti Gallas sem hafnaði í þverslánni. „Þetta var ekki brottvísun fyrir fimmaura,“ sagði David Moyes, stjóri Everton æfur eftir leikinn. „Ég lék sem miðvörður á sínum tíma og ég hefði skammast mín fyrir að hafa látið mig falla eins og Gallas gerði þarna. John Terry hefði aldrei boðið upp á slíkan leikaraskap. Hvað varð um stóru og sterku miðverðina? Þeim hlýtur að vera að fækka fyrst að þeir þurfa ekki meiri snertingu en þetta,“ sagði Moyes greinilega allt annað en sáttur við framkomu Gallas. Enn einu sinni hélt Chelsea hreinu og hefur Petr Cech nú ekki fengið mark á sig heilar 961 mínútur í röð í úrvalsdeildinni. Af öðrum leikjum bar það hæst að Liverpool reið ekki feitum hesti frá heimsókn sinni til Birmingham og steinlá 2–0. Heimamenn áttu sigurinn fyllilega skilinn og lék enginn betur en Walter Pandiani, sem kom sem lánsmaður frá Deportivo fyrir skemmstu og hefur hleypt miklu lífi í sóknarleik Birmingham síðan þá. Allt Liverpool-liðið átti hræðilegan dag og virtust leikmenn liðsins áhugalausir með öllu. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur þar sem nú kemur smá pása hjá okkur í úrvalsdeildinni. Við höldum enn góðri stöðu og getum því einbeitt okkur að öðrum verkefnum með góðri samvisku,“ sagði okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen, sem var hetja Chelsea gegn Everton í dag. Eiður skoraði eina mark liðsins á 69. mínútu og tryggði Chelsea því tólf stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni. Man.Utd á reyndar leik inni gegn Man.City á morgun og geta minnkað bilið á toppnum í níu stig. Um algjöra einstefnu af hálfu Chelsea var að ræða á Goodison Park í gær en James Beattie lét reka sig út af strax á 8. mínútu fyrir að skalla William Gallas. Einum færri áttu Everton sér ekki viðreisnarvon gegn heitasta liði Evrópu. Liðið barðist þó hetjulega og það var ekki fyrr en á 69. mínútu sem vörnin lét undan þegar Eiður Smári náði að skora eftir að hafa fylgt eftir skoti Gallas sem hafnaði í þverslánni. „Þetta var ekki brottvísun fyrir fimmaura,“ sagði David Moyes, stjóri Everton æfur eftir leikinn. „Ég lék sem miðvörður á sínum tíma og ég hefði skammast mín fyrir að hafa látið mig falla eins og Gallas gerði þarna. John Terry hefði aldrei boðið upp á slíkan leikaraskap. Hvað varð um stóru og sterku miðverðina? Þeim hlýtur að vera að fækka fyrst að þeir þurfa ekki meiri snertingu en þetta,“ sagði Moyes greinilega allt annað en sáttur við framkomu Gallas. Enn einu sinni hélt Chelsea hreinu og hefur Petr Cech nú ekki fengið mark á sig heilar 961 mínútur í röð í úrvalsdeildinni. Af öðrum leikjum bar það hæst að Liverpool reið ekki feitum hesti frá heimsókn sinni til Birmingham og steinlá 2–0. Heimamenn áttu sigurinn fyllilega skilinn og lék enginn betur en Walter Pandiani, sem kom sem lánsmaður frá Deportivo fyrir skemmstu og hefur hleypt miklu lífi í sóknarleik Birmingham síðan þá. Allt Liverpool-liðið átti hræðilegan dag og virtust leikmenn liðsins áhugalausir með öllu.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira