Sport

Trulli viðurkennir vandræði Toyota

Jarmo Trulli, ökumaður Toyota-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum, viðurkenndi í gær að liðið ætti í vandræðum með nýja bílinn sem Toyota ætlar að notast við á komandi tímabili. Trulli sagði að bíllinn færi illa með hjólabarðanna sem er mikið áhyggjuefni fyrir Toyota. "Bíllinn er í sjálfu sér mjög fljótur og öflugur en ekki til langs tíma því að dekkin eyðast mjög fljótt," sagði Trulli. "Við höfum þrjár vikur til stefnu og við vonumst til að leysa þetta mál." Reglum varðandi hjólbarða var breytt fyrir tímabilið í ár og nú mega lið eingöngu nota eina umferð af dekkjum í tímatöku og í kappakstri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×