Innlent

Mistök í útkalli á Vestfjörðum

Sjúkrabíll frá Ísafirði var kallaður til fyrir mistök þegar óskað var eftir aðstoð eftir að 73 ára maður í Bolungarvík hafði hnigið niður meðvitundarlaus. Sjúkrabíllinn frá Ísafirði var fimmtán mínútur á leiðinni en það hefði tekið sjúkrabíl úr Bolungarvík mun styttri tíma að komast á staðinn. Þegar sjúkrabíllinn kom að var maðurinn látinn. Greint er frá þessu á vefsíðu Bæjarins besta á Ísafirði. Þar segir enn fremur að framkvæmdastjóri neyðarlínunnar hafi sagt mistökin þau fyrstu í níu ára sögu neyðarlínunnar. Maðurinn sem lést hafði lengi verið heilsuveill og að því er kemur fram á vefsíðunni er ekki hægt að segja til um hvort hann hefði lifað ef mistökin hefðu ekki verið gerð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×