Innlent

Munur á vatnsgjaldi eftir búsetu

Kópavogsbúar þurfa að borga um tvöfalt meira fyrir neysluvatn en Reykvíkingar. Vatnsgjöld eru reiknuð sem hluti af fasteignagjöldum sem skiptast upp í fasteignaskatt, sorpurðun, lóðarleigu, holræsa-, sorp- og vatnsgjald. Hjá íbúum Kópavogs er það 0,19 prósent af fasteignagjaldi. Orkuveita Reykjavíkur reiknar gjaldið á annan hátt og tekur fast gjald af hverri eign sem er 2.799 kr. auk 108 kr. á hvern fermetra. Vatnsgjald af 100 fermetra íbúð sem kostar fimmtán milljónir er samkvæmt útreikningum 28.500 kr. í Kópavogi en 13.599 kr. í Reykjavík. Sama aðferð við útreikningana er viðhöfð í Reykjanesbæ og í Kópavogi og verðið til neytenda er það sama.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×