Innlent

ASÍ kannar orsakir fasteignaverðs

"Okkur finnst eins og reyndar fleirum í þjóðfélaginu að eitthvað sé bogið við þessa eilífu þróun fasteignaverðs upp á við," segir Grétar Þorsteinsson, formaður Alþýðusambands Íslands. Innan sambandsins hyggjast menn kanna hvað valdi og þá sérstaklega þátt þeirra nýju milliliða sem virðast komnir inn á fasteignamarkaðinn. "Við höfum furðað okkur á þessari stöðu, sem er úr takti við allt annað í samfélaginu, og ætlum okkur að kanna hvað hæft er í því að verktakar leita nú allt annað en til Íbúðalánasjóðs eins og áður fyrr."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×