Sport

Chelsea gerði jafntefli

Chelsea náði jafntefli gegn Birmingham, 1-1 í ensku úrvaldeildinni í knattspyrnu í dag og hleypti Arsenal tveimur stigum nær fyrir vikið í baráttunni um meistaratitilinn en Englandsmeistararnir lögðu Middlesbrough 0-1 með marki Robert Pires. Þá tapaði Liverpool fyrir Man City þar sem Kiki Musampa skoraði sigurmarkið í blálokin. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í lið Chelsea í hálfleik og Didier Drogba sem einnig var á bekknum kom inn á í síðari hálflfeik og skoraði jöfnunarmarkið 8 mínútum fyrir leikslok. Chelsea heldur þó enn öruggri forystu í deildinni, er 12 stigum á undan Arsenal sem er í 2. sæti með 70 stig. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með Charlton sem tapaði 2-4 fyrir Portsmouth og Bolton lagði Fulham 3-1 og gefur ekkert eftir í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Blackburn valtaði yfir Southampton 3-0 og fjarlægist fallsvæðið. Manchester United og Norwich mætast síðar í dag eða kl. 17.15.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×