Erlent

Starfaði sem læknir í átta ár án leyfis

Lögreglan í Tokyó handtók í dag mann sem hefur starfað sem læknir án leyfis í heil átta ár. Maðurinn hefur starfað á tuttugu heilbrigðisstofnunum í Japan, án þess að hafa tekið svo mikið sem einn tíma í læknisfræði. Hann stundaði menntaskólanám með vinnu, en lauk því aldrei og lengra nær menntun hans ekki. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst honum að komast í starf við spítala í Tokyo sem læknir fyrir átta árum og hefur ekki látið deigan síga síðan þá. Á síðasta ári námu tekjur mannsins um einni milljón króna á mánuði, en hans bíður nú væntanlega dvöl í fangaklefum á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×