Erlent

Albanir vilja að Kosovo fái sjálfstæði en ekki Serbar

Albanar vilja að Kosovo fái sjálfstæði en Serbar vilja að Kosovo verði áfram hluti af Serbíu. Forsetar Makedóníu, Búlgaríu og Serbíu hittust í Ohrid í Makedóníu í gær til að ræða um framtíð Kosovo en búist er við að þeir gefi út sameiginlega yfirlýsingu um framtíð svæðisins í dag. Kosovo, sem opinberlega er hérað í Svartfjallalandi, hefur verið undir yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1999. Vinskapur hefur ekki verið mikill á milli Kosovo Albana og Serba frá því á tímum Júgóslavíu en í janúar á næsta ári mun að öllum líkindum verða ljóst hvort Kosovo verði sjálfstætt ríki eða verði hluti af Serbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×