Erlent

Bush viðurkennir að upplýsingar um gereyðingarvopn hafi verið rangar

Mynd/AP

George Bush, Bandaríkjaforseti, viðurkenndi í gær að stærstur hluti upplýsinga, sem bandaríska leyniþjónustan aflaði um gereyðingarvopn í Írak hafi verið rangur. Bush ítrekaði þó að innrásin í Írak hafi verið réttlætanleg. Hann sagði heiminn vera mun öruggari eftir að Saddam Hussein var handtekinn og að baráttan gegn hryðjuverkamönnum væri nauðsynleg. Bush sagðist bera ábyrgð á þeirri ákvörðun að farið hafi verið inn í Írak og að hann myndi reyna að bæta fyrir mistök sín með því að endurskipuleggja leyniþjónustu Bandaríkjanna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×