Erlent

Þingkosningar í Írak í dag

Þingkosningar fara fram í Írak í dag. Gríðarleg öryggisgæsla er í landinu öllu en þar sem uppreisnarmenn úr röðum súnni-múslíma hafa lofað að gera ekki árásir á kjörstaði er búist við því að kjörsókn verði meiri fyrir vikið. Um 15 milljónir Íraka eru á kjörskrá en í framboði eru 7.655 menn sem vonast eftir að fá þau 275 þingsæti sem í boði eru. Kjörtímabilið er fjögur ár og er búist við að fyrstu tölur berist fyrir kvöldið. Endanlegrar niðurstöðu er þó ekki að vænta fyrr en eftir nokkra daga eða í versta falli eftir nokkrar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×