Innlent

Ólíklegt að gerist hér á landi

Hverfandi líkur eru á að aðstæður svipaðar þeim sem voru í Toronto í Kanada í gær, þegar farþegaflugvél frá franska flugfélaginu Air France fór út af flugbraut í lendingu og rann út í skurð, geti skapast hér á landi. Þetta segir forstöðumaður rannsóknarnefndar flugslysa. Talið er að elding, sem hafi lostið niður í flugvélina í lendingunni, og eða sviptivindar hafi valdið óhappinu. Í þrumuveðri valda kröftugir sviptivindar vanda og getur vindátt snúist algjörlega á sekúndubroti. Þrumuveður og kröftugir sviptivindar eru hins vegar mjög sjaldgæfir hér á landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×