Innlent

Þyrlan tekur þátt í leitinni

Leit sem hófst í gærkvöldi að erlendum ferðamanni, sem saknað er á Laugaveginum svonefnda á milli Þórsmerkur og Landmannalauga, hefur enn engan árangur borið. Þyrla Landhelgisgæslunnar hélt af stað í morgun til að aðstoða hátt í hundrað manna hóp björgunarmanna frá Hellu, Hvolsvelli og Reykjavík ásamt fimm hundum við að leita að manninum.  Maðurinn lagði upp frá Hrafntinnuskeri í gærmorgun og ætlaði að ganga að Álftavatni. Það er aðeins fjögurra til fimm klukkustunda ganga og þegar hann hafði ekki skilað sér við Álftavatn í gærkvöldi hófst leit. Þoka og rigning, og síðan myrkur, voru á leitarsvæðinu en undir morgun létti til og birti. Ekki er vitað hvernig maðurinn er búinn og enginn virðist hafa orðið var við hann í gær þrátt fyrir mikla umferð á leiðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×