Innlent

Sextán árekstrar á þremur tímum

Sextán árekstrar urðu í höfuðborginni í gær á þremur klukkustundum, frá klukkan 10 í gærmorgun til klukkan 13. Lögregla kennir um hálku og mikilli umferð. Engin alvarleg slys urðu á fólki. Jeppa var ekið á fimm ára gamla stúlku við gangbrautina á Stekkjarbakka í Kópavogi. Mildi þykir að hún hafi ekki slasast alvarlega því eftir höggið rann hún undir jeppann. Samkvæmt upplýsingum lögreglu slapp barnið með heilahristing.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×