Innlent

Úlit fyrir gott ferðaveður

Það er útlit fyrir gott ferðaveður á landinu í dag, að mati Vegagerðarinnar. Á helstu leiðum er annaðhvort fært eða verið að moka. Á Vestfjörðum er verið að opna bæði í Barðastrandarsýslu, Ísafjarðardjúpi og á Ströndum. Á Siglufjarðarvegi er beðið eftir því að það birti svo hægt sé að moka snjóflóði burt sem féll í gærkvöldi. Eins hefur eitthvað komið niður í Ólafsfjarðarmúla en þar ætti að vera orðið opið um hálfellefu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×