Hvað varð um samúð okkar? 6. janúar 2005 00:01 Þeim gleymist oft sem girnast söng og dans að ganga hljótt hjá verkamannsins kofa... Ó, hafið lágt við litla gluggann hans og lofið dagsins þreyttu barni að sofa, eru ljóðlínur sem fylltu mig endurtekinni depurð þegar ég var barn. Þær lýstu svo napurri hlið á okkur mannfólkinu. Þeirri staðreynd að skeytingarleysi okkar og skortur á samúð væru svo skýr að slíkt rataði alla leið inn í sjálft ljóðformið. Mér datt þetta sisvona í hug þegar ég leit á forsíðu Politiken fyrr í vikunni þar sem gaf að líta mynd af nánast allsnöktu pari á sólarströnd í Taílandi. Þau höfðu flatt úr sér á litlum bletti sem búið var að hreinsa en allt í kring voru haugar af drasli, brotnum og lemstruðum minjum um mannlíf sem var til á þessum sama stað fyrir einni lykkjustund eða svo. Að vísu búið að hreinsa líkin burt en eins víst að í haugunum mætti enn finna fingur, tær, augu, eða eitthvað smálegt af barni, móður, föður sem ennþá er saknað eða þegar búið að dysja. Það var að vísu ekki tekið fram hverrar þjóðar parið var en gat allt eins verið íslenskt, því eins og við vitum voru ósköpin vart gengin yfir þegar íslenskar ferðaskrifstofur ferjuðu þotufarma að eftirvæntingarfullum ferðalöngum og útskriftarnemum frá landinu kalda til Taílands til að djamma og djúsa, sleikja sólina og væntanlega versla. "Money makes the World go around," eins og segir í gömlu orðatiltæki sem gert hefur verið ódauðlegt í söngleiknum Cabaret - og þýðir beinlínis að peningar stjórni því að jörðin snúist. Cabaret fjallar um gleðilífið í Berlín mitt í hörmungum seinni heimsstyrjaldarinnar, svo það er ekkert séríslenskt fyrirbæri að fólki sé slétt sama um það sem er að gerast í kringum það. Og ekki má skaða ferðaiðnaðinn meira að sinni. Nóg er að gert með hryðjuverkum og náttúruhamförum. Showið verður að halda áfram og því engin ástæða til annars en að flytja múg og margmenni á sólarstrendur sem hönd dauðans strauk yfir rétt í þessu, fletja úr sér innan um hjálparsveitir sem standa ráðþrota frammi fyrir eyðileggingunni, hundruðum þúsunda munaðarlausra barna, foreldrum sem eru sturlaðir af sorg yfir því að finna ekki börnin sín - og vonleysinu sem vex með degi hverjum. Við eigum auðvitað rétt á því að dansa á þeim blettum í heiminum sem hundrað og fimmtíu til tvö hundruð þúsund manns hafa dáið, eða eins og einn ferðamaður sem talað var við í sjónvarpinu sagði: "Hva, ég er lifandi. Ég veit ekki nema ég verði næstur og því eins gott að hafa það skemmtilegt á meðan ég er hér." Maðurinn sat inni á bar og fyrir utan voru hjálparsveitir að sveipa lík og bera þau burtu á börum. Maðurinn blimskakkaði ekki einu sinni auga að glugganum, heldur lyfti bjórkönnu sinni, glotti ögrandi og fékk sér gúlsopa. Það var lagið. Fyrstu farmarnir af íslensku djammliði hét héðan til Taílands strax 28. og 29. desember, dagana sem fyrst var farið að tala um það í heimspressunni að í kjölfar hörmunganna óttuðust þeir sem þekkja afleiðingar hörmunga að upp myndu spretta farsóttir á borð við taugaveiki, kóleru og mislinga. Þeir sem vinna við hjálparstörf vita af þeirri ógn en leggja samt líf sitt að veði til þess að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda. Það er fórnfýsi. Hinir, sem eiga rétt á að djamma, leggja líf sitt líka að veði til þess að framfylgja rétti sínum - en það gleymist að þeir eru um leið að stofna lífi og heilsu samborgara sinna í hættu því þeir sem eru á þvælingi þar sem drepsótta er von, flytja þær með sér um heiminn. Það er heimska. Það er augljóslega lítið sem við getum gert við skorti mannkynsins á samúð í garð þeirra sem eru þessa dagana að ganga í gegnum ofurmannlegar raunir - en við getum gert eitthvað til að koma í veg fyrir að þær raunir dreifist um heim allan af einskærri heimsku, kæruleysi og græðgi. Þótt við lifum á tímum þar sem við eigum endalausan rétt á öllu því sem hégómi okkar girnist, höfum við skyldum að gegna gagnvart mannlegu samfélagi hvar sem er í heiminum. Að vísu er ekkert afl sem heldur þeirri skyldu að okkur, hvorki í stjórnmála-, efnahags- eða fjölmiðlageiranum þar sem allt snýst um hversu mikið hinir og þessir eru að græða. Duga þær hörmungar sem standa yfir virkilega ekki til þess að vekja okkur af dvalanum þannig að við finnum til samlíðunar með bræðrum okkar og systrum hvar í heimi sem er? Súsanna Svavarsdóttir, sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þeim gleymist oft sem girnast söng og dans að ganga hljótt hjá verkamannsins kofa... Ó, hafið lágt við litla gluggann hans og lofið dagsins þreyttu barni að sofa, eru ljóðlínur sem fylltu mig endurtekinni depurð þegar ég var barn. Þær lýstu svo napurri hlið á okkur mannfólkinu. Þeirri staðreynd að skeytingarleysi okkar og skortur á samúð væru svo skýr að slíkt rataði alla leið inn í sjálft ljóðformið. Mér datt þetta sisvona í hug þegar ég leit á forsíðu Politiken fyrr í vikunni þar sem gaf að líta mynd af nánast allsnöktu pari á sólarströnd í Taílandi. Þau höfðu flatt úr sér á litlum bletti sem búið var að hreinsa en allt í kring voru haugar af drasli, brotnum og lemstruðum minjum um mannlíf sem var til á þessum sama stað fyrir einni lykkjustund eða svo. Að vísu búið að hreinsa líkin burt en eins víst að í haugunum mætti enn finna fingur, tær, augu, eða eitthvað smálegt af barni, móður, föður sem ennþá er saknað eða þegar búið að dysja. Það var að vísu ekki tekið fram hverrar þjóðar parið var en gat allt eins verið íslenskt, því eins og við vitum voru ósköpin vart gengin yfir þegar íslenskar ferðaskrifstofur ferjuðu þotufarma að eftirvæntingarfullum ferðalöngum og útskriftarnemum frá landinu kalda til Taílands til að djamma og djúsa, sleikja sólina og væntanlega versla. "Money makes the World go around," eins og segir í gömlu orðatiltæki sem gert hefur verið ódauðlegt í söngleiknum Cabaret - og þýðir beinlínis að peningar stjórni því að jörðin snúist. Cabaret fjallar um gleðilífið í Berlín mitt í hörmungum seinni heimsstyrjaldarinnar, svo það er ekkert séríslenskt fyrirbæri að fólki sé slétt sama um það sem er að gerast í kringum það. Og ekki má skaða ferðaiðnaðinn meira að sinni. Nóg er að gert með hryðjuverkum og náttúruhamförum. Showið verður að halda áfram og því engin ástæða til annars en að flytja múg og margmenni á sólarstrendur sem hönd dauðans strauk yfir rétt í þessu, fletja úr sér innan um hjálparsveitir sem standa ráðþrota frammi fyrir eyðileggingunni, hundruðum þúsunda munaðarlausra barna, foreldrum sem eru sturlaðir af sorg yfir því að finna ekki börnin sín - og vonleysinu sem vex með degi hverjum. Við eigum auðvitað rétt á því að dansa á þeim blettum í heiminum sem hundrað og fimmtíu til tvö hundruð þúsund manns hafa dáið, eða eins og einn ferðamaður sem talað var við í sjónvarpinu sagði: "Hva, ég er lifandi. Ég veit ekki nema ég verði næstur og því eins gott að hafa það skemmtilegt á meðan ég er hér." Maðurinn sat inni á bar og fyrir utan voru hjálparsveitir að sveipa lík og bera þau burtu á börum. Maðurinn blimskakkaði ekki einu sinni auga að glugganum, heldur lyfti bjórkönnu sinni, glotti ögrandi og fékk sér gúlsopa. Það var lagið. Fyrstu farmarnir af íslensku djammliði hét héðan til Taílands strax 28. og 29. desember, dagana sem fyrst var farið að tala um það í heimspressunni að í kjölfar hörmunganna óttuðust þeir sem þekkja afleiðingar hörmunga að upp myndu spretta farsóttir á borð við taugaveiki, kóleru og mislinga. Þeir sem vinna við hjálparstörf vita af þeirri ógn en leggja samt líf sitt að veði til þess að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda. Það er fórnfýsi. Hinir, sem eiga rétt á að djamma, leggja líf sitt líka að veði til þess að framfylgja rétti sínum - en það gleymist að þeir eru um leið að stofna lífi og heilsu samborgara sinna í hættu því þeir sem eru á þvælingi þar sem drepsótta er von, flytja þær með sér um heiminn. Það er heimska. Það er augljóslega lítið sem við getum gert við skorti mannkynsins á samúð í garð þeirra sem eru þessa dagana að ganga í gegnum ofurmannlegar raunir - en við getum gert eitthvað til að koma í veg fyrir að þær raunir dreifist um heim allan af einskærri heimsku, kæruleysi og græðgi. Þótt við lifum á tímum þar sem við eigum endalausan rétt á öllu því sem hégómi okkar girnist, höfum við skyldum að gegna gagnvart mannlegu samfélagi hvar sem er í heiminum. Að vísu er ekkert afl sem heldur þeirri skyldu að okkur, hvorki í stjórnmála-, efnahags- eða fjölmiðlageiranum þar sem allt snýst um hversu mikið hinir og þessir eru að græða. Duga þær hörmungar sem standa yfir virkilega ekki til þess að vekja okkur af dvalanum þannig að við finnum til samlíðunar með bræðrum okkar og systrum hvar í heimi sem er? Súsanna Svavarsdóttir, sussa@frettabladid.is
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun