Erlent

Óttast að veiran verði að faraldri

Alþjóða heilbrigðisstarfsmenn í Angóla hafa áhyggjur af því að hin stórhættulega Marburgar-veira geti magnast upp í faraldur. Angólsk yfirvöld hafa sagt að þau hafi fulla stjórn á málum. 235 hafa þegar látist af völdum veirunnar og 22 til viðbótar eru sýktir. Helstu einkennin eru hár hiti, uppköst, niðurgangur og innvortis blæðingar. Veiran er mest smitandi á síðustu stigum sjúkdómsins og þar sem Angólabúar kyssa oft látna ættingja og snerta þá þegar þeir eru búnir til greftrunar er erfitt að koma í veg fyrir smit.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×