Listahátíð líka utan höfuðborgar 14. maí 2005 00:01 Listahátíð í Reykjavík var sett í dag með pompi og prakt. Hátíðin verður þó ekki bundin við höfuðborgina því í ár er hún helguð alþjóðlegri samtímamyndlist og verður á þriðja tug sýninga allt frá Dagsbrún undir Eyjafjöllum til Eiða á Austurlandi. Dagurinn hófst með ferð út í Viðey þar sem grunnskólabörn, sem eru virkir þátttakendur í hátíðinni, deildu reynslu sinni af samstarfi við ýmsa listamenn og gestum gafst færi á að skoða Blinda skálann, verk Ólafs Elíassonar frá Feneyjatvíæringnum árið 2003. Skálinn var fluttur hingað frá Berlín í tæplega 300 pörtum og settur upp á Sjónarhóli í Viðey en það var listamaðurinn sjálfur sem valdi honum stað. Ólafur Elíasson segir að hugmyndin með Blinda skálanum sé vekja þá spurningu hvað það þýði að líta eða kíkja út og einnig að vinna með sjóndeildarhringinn á Íslandi, en hann hafi unnið með hann áður. Hann hafi leitað að stað nálægt borginni sem væri eins konar útsýnishóll og Sjónarhóll sé mjög góður sem slíkur. Skálinn verður í Viðey að minnsta kosti fram yfir Menningarnótt í ágúst en ekkert er ákveðið með framhaldið. Ólafur er ánægður með gróskuna í íslensku listalífi. Kannski hafi hann ekki tekið eftir því áður fyrr, en það sé alltaf eitthvað að breytast, en það vanti stuðning frá listamarkaðnum í mörgum sýningarsölum, það skorti á að fólk kaupi listaverk og setji þau upp heima hjá sér. Allt sé komið af stað en hann voni að fólk kaupi fleiri listaverk. Hátíðin var síðan sett formlega á hádegi í Listasafni Reykjavíkur og viðamikil sýning á verkum Dieters Roth var opnuð um leið. Sýningin ber heitið Lest og er nokkurs konar kjarni myndlistarþáttar listahátíðarinnar og ein viðamesta sýning sem listasöfnin í Reykjavík hafa ráðist í. Meira en tuttugu sýningar verða opnaðar á næstu dögum á tíu stöðum á landinu. Þótt aðaláherslan sé á samtímamyndlist á Listahátíðinni í ár má ekki gleyma að fjölmörg önnur atriði eru í boði: sirkus, dans og margvísleg tónlistaratriði, allt frá mongólskum barkasöngvurum til portúgalskra fadúdrottninga. Hátíðinni lýkur 5. júní. Fréttir Innlent Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Listahátíð í Reykjavík var sett í dag með pompi og prakt. Hátíðin verður þó ekki bundin við höfuðborgina því í ár er hún helguð alþjóðlegri samtímamyndlist og verður á þriðja tug sýninga allt frá Dagsbrún undir Eyjafjöllum til Eiða á Austurlandi. Dagurinn hófst með ferð út í Viðey þar sem grunnskólabörn, sem eru virkir þátttakendur í hátíðinni, deildu reynslu sinni af samstarfi við ýmsa listamenn og gestum gafst færi á að skoða Blinda skálann, verk Ólafs Elíassonar frá Feneyjatvíæringnum árið 2003. Skálinn var fluttur hingað frá Berlín í tæplega 300 pörtum og settur upp á Sjónarhóli í Viðey en það var listamaðurinn sjálfur sem valdi honum stað. Ólafur Elíasson segir að hugmyndin með Blinda skálanum sé vekja þá spurningu hvað það þýði að líta eða kíkja út og einnig að vinna með sjóndeildarhringinn á Íslandi, en hann hafi unnið með hann áður. Hann hafi leitað að stað nálægt borginni sem væri eins konar útsýnishóll og Sjónarhóll sé mjög góður sem slíkur. Skálinn verður í Viðey að minnsta kosti fram yfir Menningarnótt í ágúst en ekkert er ákveðið með framhaldið. Ólafur er ánægður með gróskuna í íslensku listalífi. Kannski hafi hann ekki tekið eftir því áður fyrr, en það sé alltaf eitthvað að breytast, en það vanti stuðning frá listamarkaðnum í mörgum sýningarsölum, það skorti á að fólk kaupi listaverk og setji þau upp heima hjá sér. Allt sé komið af stað en hann voni að fólk kaupi fleiri listaverk. Hátíðin var síðan sett formlega á hádegi í Listasafni Reykjavíkur og viðamikil sýning á verkum Dieters Roth var opnuð um leið. Sýningin ber heitið Lest og er nokkurs konar kjarni myndlistarþáttar listahátíðarinnar og ein viðamesta sýning sem listasöfnin í Reykjavík hafa ráðist í. Meira en tuttugu sýningar verða opnaðar á næstu dögum á tíu stöðum á landinu. Þótt aðaláherslan sé á samtímamyndlist á Listahátíðinni í ár má ekki gleyma að fjölmörg önnur atriði eru í boði: sirkus, dans og margvísleg tónlistaratriði, allt frá mongólskum barkasöngvurum til portúgalskra fadúdrottninga. Hátíðinni lýkur 5. júní.
Fréttir Innlent Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira