Þíða í nánd? 26. maí 2005 00:01 Það er ekkert launungarmál að það fer ekki vel á með Gerhard Schröder, kanzlara Þýzkalands, og George W. Bush Bandaríkjaforseta. Samskipti þeirra hafa verið mjög stirð frá því Schröder gerði andstöðu við hernaðaríhlutun í Írak að kosningamáli er hann barðist fyrir endurkjöri haustið 2002. Í aðdraganda þeirra kosninga hafði áskorandinn Edmund Stoiber, kanzlaraefni kristilegu flokkanna, allöruggt forskot á kanzlarann og flokk hans, jafnaðarmannaflokkinn SPD. Þá greip Schröder það hálmstrá sem honum bauðst til að afla sér þeirra atkvæða sem þurfti til að halda völdunum; hann virkjaði rótgróna friðarhyggju Þjóðverja. Það reyndist honum mjög til vinsælda fallið að lýsa afdráttarlaust yfir: "Undir engum kringumstæðum munu Þjóðverjar, svo lengi sem ég er kanzlari, láta draga sig út í hernaðarævintýri í Írak!" Að minnsta kosti dugði þetta til að tryggja Schröder og hinni "rauð-grænu" ríkisstjórn hans, samsteypustjórn jafnaðarmanna og græningja, nauman meirihluta á Sambandsþinginu annað kjörtímabilið í röð. En pólitískur fórnarkostnaður af þessari ákvörðun Schröders var töluverður. Bush forseti tók því mjög illa hvernig Schröder gerði sér pólitískan mat úr andstöðu við innrásina. Bush taldi sig nefnilega hafa haft vilyrði fyrir því af hálfu kanzlarans að hann myndi ekki gera út á þetta mál í kosningabaráttunni. Afleiðingin var sú að tengslin milli þessara nánu bandamanna kaldastríðsáranna færðust nálægt frostmarki. Nokkur þíðumerki hefur mátt greina að undanförnu. Leiðtogarnir tveir hittust í Mainz í Þýzkalandi í febrúar en á þeim fundi reyndu báðir aðilar að láta líta út fyrir að samstaðan væri í góðu lagi. En Schröder á sér enn nokkur stefnumál sem fara fyrir brjóstið á ráðamönnum í Washington. Barátta hans fyrir þýzku fastasæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur fallið í grýttan jarðveg vestra. Svo ekki sé talað um umdeildari mál eins og afléttingu vopnasölubanns Evrópulanda á Kína, sem Schröder beitti sér mjög fyrir fyrr í vor við lítinn fögnuð Hvíta hússins. Sú gríðarlega neikvæða ímynd sem Bush hefur í augum flestra Þjóðverja hjálpar heldur ekki upp á samskiptin. Segja má að þýzkur almenningur elski að hata Bush. "Repúblikanaskelfirinn" Michael Moore nýtur hvergi meiri vinsælda. En nú hillir undir umskipti, í kjölfar kosningaósigurs SPD í fjölmennasta þýzka sambandslandinu Nordrhein-Westfalen um síðustu helgi, þar sem jafnaðarmenn misstu tökin á stjórnartaumunum eftir að hafa haldið um þá óslitið í 39 ár. Strax eftir að þau úrslit voru ljós lýsti Schröder því óvænt yfir að þau kölluðu á að hann sækti sér sjálfur nýtt umboð kjósenda til að koma þeim umbótum í framkvæmd sem hann telur nauðsynlegar. Hann vildi því að kosningum til Sambandsþingsins yrði flýtt um heilt ár, fram til næsta hausts. Flestir stjórnmálaskýrendur telja það nær útilokað að Schröder takist í þetta sinn að snúa kjósendum á sveif með sér einu sinni enn. Því blasi við að næsti kanzlari verði formaður Kristilegra demókrata, Angela Merkel. Merkel hefur lagt sig fram um að afla sér velvildar í Washington með því að fordæma hvernig Schröder hefur leyft sér að koma fram gagnvart bandamanninum vestanhafs. Og með því að byggja upp eigin ímynd sem staðfasts vinar Bandaríkjanna. Með tilliti til þessa mætti því ætla að með Merkel í kanzlarastólnum sé tilefni til að spá nýrri blómatíð þýzk-bandarískrar vináttu. En þegar nánar er að gáð kann þetta að vera tálsýn. Utanríkisstefna Þýzkalands mun ekki breytast mikið við stjórnarskipti. Ríkisstjórn undir forystu kristilegra demókrata - með frjálslyndan demókrata í utanríkisráðherrastólnum (sem hefð er fyrir í stjórnarsamstarfi þessara tveggja flokka) - mun ekki senda neina hermenn til Íraks. Hún mun áfram reyna að afla stuðnings við að Þýzkaland fái fastasæti í öryggisráðinu og almennt sýna heiminum að Þýzkaland framfylgi nú sinni eigin sjálfstæðu utanríkisstefnu, sem það var ekki í neinni aðstöðu til að gera allan kaldastríðstímann. Flokkur Merkel hefur ennfremur lýst sig andvígan því að Tyrkland fái aðild að Evrópusambandinu; þess í stað skuli Tyrkjum boðinn samningur um náin tengsl við sambandið. Bandaríkjastjórn hefur aftur á móti þrýst mjög á Evrópusambandið að opna dyr sínar fyrir Tyrkjum. Leiðtogar sambandsins hafa þegar ákveðið að í haust - um það leyti sem gera má ráð fyrir að Merkel verði að koma sér fyrir í kanzlarastólnum - verði hafnar formlegar aðildarviðræður við Tyrki. Merkel mun sem kanzlari ekki reyna að ógilda þessa ákvörðun. En þetta er dæmi um ágreiningsmál sem gætu valdið áframhaldandi núningi í samskiptunum milli Berlínar og Washington. Merkel mun líka ábyggilega gæta sín á því að hún líti í augum þýzkra kjósenda út fyrir að sýna valdhöfum í Washington óhóflega fylgispekt. Gæta sín á því að hún verði ekki álitin "kjölturakki Bush númer tvö", eftir Tony Blair. Og þótt Bush hafi boðið Merkel í heimsókn til sín í Hvíta húsið og opinberlega sé sagt að samskipti þeirra séu á mjög vinsamlegum nótum eru þau mjög ólíkindalegt vinapar. Bakgrunnur Merkel sem menntamanns í Austur-Þýzkalandi og frjálslyndar skoðanir hennar, svo sem varðandi réttindi samkynhneigðra, lætur það hljóma ótrúlega að hún eigi mikla persónulega samleið með hinum fróma George W. Alla vega má búast við því að pólitísk samleið þeirra verði betri en sú persónulega. En sú persónulega þó betri en Schröders og Bush. Auðunn Arnórsson - audunn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekkert launungarmál að það fer ekki vel á með Gerhard Schröder, kanzlara Þýzkalands, og George W. Bush Bandaríkjaforseta. Samskipti þeirra hafa verið mjög stirð frá því Schröder gerði andstöðu við hernaðaríhlutun í Írak að kosningamáli er hann barðist fyrir endurkjöri haustið 2002. Í aðdraganda þeirra kosninga hafði áskorandinn Edmund Stoiber, kanzlaraefni kristilegu flokkanna, allöruggt forskot á kanzlarann og flokk hans, jafnaðarmannaflokkinn SPD. Þá greip Schröder það hálmstrá sem honum bauðst til að afla sér þeirra atkvæða sem þurfti til að halda völdunum; hann virkjaði rótgróna friðarhyggju Þjóðverja. Það reyndist honum mjög til vinsælda fallið að lýsa afdráttarlaust yfir: "Undir engum kringumstæðum munu Þjóðverjar, svo lengi sem ég er kanzlari, láta draga sig út í hernaðarævintýri í Írak!" Að minnsta kosti dugði þetta til að tryggja Schröder og hinni "rauð-grænu" ríkisstjórn hans, samsteypustjórn jafnaðarmanna og græningja, nauman meirihluta á Sambandsþinginu annað kjörtímabilið í röð. En pólitískur fórnarkostnaður af þessari ákvörðun Schröders var töluverður. Bush forseti tók því mjög illa hvernig Schröder gerði sér pólitískan mat úr andstöðu við innrásina. Bush taldi sig nefnilega hafa haft vilyrði fyrir því af hálfu kanzlarans að hann myndi ekki gera út á þetta mál í kosningabaráttunni. Afleiðingin var sú að tengslin milli þessara nánu bandamanna kaldastríðsáranna færðust nálægt frostmarki. Nokkur þíðumerki hefur mátt greina að undanförnu. Leiðtogarnir tveir hittust í Mainz í Þýzkalandi í febrúar en á þeim fundi reyndu báðir aðilar að láta líta út fyrir að samstaðan væri í góðu lagi. En Schröder á sér enn nokkur stefnumál sem fara fyrir brjóstið á ráðamönnum í Washington. Barátta hans fyrir þýzku fastasæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur fallið í grýttan jarðveg vestra. Svo ekki sé talað um umdeildari mál eins og afléttingu vopnasölubanns Evrópulanda á Kína, sem Schröder beitti sér mjög fyrir fyrr í vor við lítinn fögnuð Hvíta hússins. Sú gríðarlega neikvæða ímynd sem Bush hefur í augum flestra Þjóðverja hjálpar heldur ekki upp á samskiptin. Segja má að þýzkur almenningur elski að hata Bush. "Repúblikanaskelfirinn" Michael Moore nýtur hvergi meiri vinsælda. En nú hillir undir umskipti, í kjölfar kosningaósigurs SPD í fjölmennasta þýzka sambandslandinu Nordrhein-Westfalen um síðustu helgi, þar sem jafnaðarmenn misstu tökin á stjórnartaumunum eftir að hafa haldið um þá óslitið í 39 ár. Strax eftir að þau úrslit voru ljós lýsti Schröder því óvænt yfir að þau kölluðu á að hann sækti sér sjálfur nýtt umboð kjósenda til að koma þeim umbótum í framkvæmd sem hann telur nauðsynlegar. Hann vildi því að kosningum til Sambandsþingsins yrði flýtt um heilt ár, fram til næsta hausts. Flestir stjórnmálaskýrendur telja það nær útilokað að Schröder takist í þetta sinn að snúa kjósendum á sveif með sér einu sinni enn. Því blasi við að næsti kanzlari verði formaður Kristilegra demókrata, Angela Merkel. Merkel hefur lagt sig fram um að afla sér velvildar í Washington með því að fordæma hvernig Schröder hefur leyft sér að koma fram gagnvart bandamanninum vestanhafs. Og með því að byggja upp eigin ímynd sem staðfasts vinar Bandaríkjanna. Með tilliti til þessa mætti því ætla að með Merkel í kanzlarastólnum sé tilefni til að spá nýrri blómatíð þýzk-bandarískrar vináttu. En þegar nánar er að gáð kann þetta að vera tálsýn. Utanríkisstefna Þýzkalands mun ekki breytast mikið við stjórnarskipti. Ríkisstjórn undir forystu kristilegra demókrata - með frjálslyndan demókrata í utanríkisráðherrastólnum (sem hefð er fyrir í stjórnarsamstarfi þessara tveggja flokka) - mun ekki senda neina hermenn til Íraks. Hún mun áfram reyna að afla stuðnings við að Þýzkaland fái fastasæti í öryggisráðinu og almennt sýna heiminum að Þýzkaland framfylgi nú sinni eigin sjálfstæðu utanríkisstefnu, sem það var ekki í neinni aðstöðu til að gera allan kaldastríðstímann. Flokkur Merkel hefur ennfremur lýst sig andvígan því að Tyrkland fái aðild að Evrópusambandinu; þess í stað skuli Tyrkjum boðinn samningur um náin tengsl við sambandið. Bandaríkjastjórn hefur aftur á móti þrýst mjög á Evrópusambandið að opna dyr sínar fyrir Tyrkjum. Leiðtogar sambandsins hafa þegar ákveðið að í haust - um það leyti sem gera má ráð fyrir að Merkel verði að koma sér fyrir í kanzlarastólnum - verði hafnar formlegar aðildarviðræður við Tyrki. Merkel mun sem kanzlari ekki reyna að ógilda þessa ákvörðun. En þetta er dæmi um ágreiningsmál sem gætu valdið áframhaldandi núningi í samskiptunum milli Berlínar og Washington. Merkel mun líka ábyggilega gæta sín á því að hún líti í augum þýzkra kjósenda út fyrir að sýna valdhöfum í Washington óhóflega fylgispekt. Gæta sín á því að hún verði ekki álitin "kjölturakki Bush númer tvö", eftir Tony Blair. Og þótt Bush hafi boðið Merkel í heimsókn til sín í Hvíta húsið og opinberlega sé sagt að samskipti þeirra séu á mjög vinsamlegum nótum eru þau mjög ólíkindalegt vinapar. Bakgrunnur Merkel sem menntamanns í Austur-Þýzkalandi og frjálslyndar skoðanir hennar, svo sem varðandi réttindi samkynhneigðra, lætur það hljóma ótrúlega að hún eigi mikla persónulega samleið með hinum fróma George W. Alla vega má búast við því að pólitísk samleið þeirra verði betri en sú persónulega. En sú persónulega þó betri en Schröders og Bush. Auðunn Arnórsson - audunn@frettabladid.is
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar