Innlent

Aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi

Í kjölfar 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi tók til starfa aðgerðahópur sem hefur nú lagt fram drög að aðgerðaráætlun og komið henni á framfæri við ráðuneyti dómsmála, félagsmála, menntamála og heilbrigðismála. Þá hefur hópurinn farið á fund flestra ráðherra er málið varðar til að fylgja skjalinu eftir. Boðað er til samræðna á milli stjórnvalda, félagasamtaka og áhugafólks um framhaldið, til hvaða aðgerða þurfi að grípa og hvernig skuli staðið að þeim. Fundurinn er haldinn á Grand Hótel, efstu hæð, á morgun milli klukkan 8.30 og 10. Aðgangseyrir er 1.300 krónur með morgunverði. Fundinum stýrir Brynhildur Flóvenz lögfræðingur. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, hafa.boðað komu sína. Fundurinn hefst með kynningu aðgerðahópsins á tillögum um aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi en síðan gefst fulltrúum ráðuneytanna tækifæri til að fjalla um það starf sem fram fer í viðkomandi ráðneyti til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Framsögum verður fylgt eftir með fyrirspurnum úr sal og umræðum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×