Eyjaborgin Reykjavík 26. maí 2005 00:01 "Í dag er eitt ár til borgarstjórnarkosninga. Þetta er framtíðarsýnin sem við ætlum að kynna höfuðborgarbúum, meðal annars á stóru íbúaþingi í næsta mánuði," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að þannig gefist íbúum kostur á að koma með athugasemdir og tillögur. Meginhugmynd sjálfstæðismanna er að í stað þess að brjóta land undir byggð í nágrenni Reykjavíkur verði áhersla lögð á nýja byggð í Geldinganesi og í vesturhluta borgarinnar. Þar verði ráðist í allt að 350 hektara uppfyllingar milli Örfiriseyjar og Akureyjar og frá Sæbraut í átt að Engey. Með þessu yrði skapað landrými og lóðir fyrir 30 þúsund íbúa, einkum á eyjunum við sundin. "Við teljum að þessar landfyllingar séu samkeppnishæfar við hið nýja uppsprengda lóðaverð og gott betur," segir Vilhjálmur. Hann telur ekki að uppbygging á austanverðri Viðey fari gegn umhverfissjónarmiðum. "Okkar hugmyndir um vistvæna byggð í Viðey eru varkárar. Við teljum að vel megi koma þar fyrir fjölskylduvænni og lágreistri byggð. Íbúar í Viðey voru eitt sinn um tvö hundruð og við erum aðeins að tala um austasta hluta eyjunnar." Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill ráðast í fyrsta áfanga Sundabrautar strax, en heildarkostnaður er vart talinn vera undir 17 milljörðum króna. Rík áhersla er lögð á greiða leið frá austri til vesturs um Miklubraut, meðal annars með mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segist vilja bindandi atkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins. "En áður verðum við að fara vel yfir valkostina til þess að unnt sé að taka upplýsta og stefnumarkandi ákvörðun. Forsendur þurfa að vera skýrar sem og spurningarnar. Ég held að allir geri sér ljóst að flugvöllurinn fer á endanum úr Vatnsmýrinni. Ég get ekki séð að það verði gert með því að leggja niður eina braut og aðra síðar. En fari völlurinn er mikilvægt að nýr völlur verði á Reykjavíkursvæðinu," segir Vilhjálmur. Alfreð Þorsteinsson, R-listanum og formaður borgarráðs, segir að framtíðarhugmyndir sjálfstæðismanna um eyjabyggð beri vitni um að þeir telji stöðu borgarsjóðs afar sterka. "Þeir víla ekki fyrir sér að kynna jarðgöng og brýr til að tengja 30 þúsund manna eyjabyggð. Sjálfstæðisflokkurinn skilar hins vegar auðu þegar kemur að Vatnsmýrinni. Það er miklu nærtækara viðfangsefni þar sem búast má við 25 þúsund manna byggð. Kannski er þessi framtíðarsýn til vitnis um það að sjálfstæðismenn telji að næstu borgarstjórnarkosningar séu fyrirfram tapaðar." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
"Í dag er eitt ár til borgarstjórnarkosninga. Þetta er framtíðarsýnin sem við ætlum að kynna höfuðborgarbúum, meðal annars á stóru íbúaþingi í næsta mánuði," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að þannig gefist íbúum kostur á að koma með athugasemdir og tillögur. Meginhugmynd sjálfstæðismanna er að í stað þess að brjóta land undir byggð í nágrenni Reykjavíkur verði áhersla lögð á nýja byggð í Geldinganesi og í vesturhluta borgarinnar. Þar verði ráðist í allt að 350 hektara uppfyllingar milli Örfiriseyjar og Akureyjar og frá Sæbraut í átt að Engey. Með þessu yrði skapað landrými og lóðir fyrir 30 þúsund íbúa, einkum á eyjunum við sundin. "Við teljum að þessar landfyllingar séu samkeppnishæfar við hið nýja uppsprengda lóðaverð og gott betur," segir Vilhjálmur. Hann telur ekki að uppbygging á austanverðri Viðey fari gegn umhverfissjónarmiðum. "Okkar hugmyndir um vistvæna byggð í Viðey eru varkárar. Við teljum að vel megi koma þar fyrir fjölskylduvænni og lágreistri byggð. Íbúar í Viðey voru eitt sinn um tvö hundruð og við erum aðeins að tala um austasta hluta eyjunnar." Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill ráðast í fyrsta áfanga Sundabrautar strax, en heildarkostnaður er vart talinn vera undir 17 milljörðum króna. Rík áhersla er lögð á greiða leið frá austri til vesturs um Miklubraut, meðal annars með mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segist vilja bindandi atkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins. "En áður verðum við að fara vel yfir valkostina til þess að unnt sé að taka upplýsta og stefnumarkandi ákvörðun. Forsendur þurfa að vera skýrar sem og spurningarnar. Ég held að allir geri sér ljóst að flugvöllurinn fer á endanum úr Vatnsmýrinni. Ég get ekki séð að það verði gert með því að leggja niður eina braut og aðra síðar. En fari völlurinn er mikilvægt að nýr völlur verði á Reykjavíkursvæðinu," segir Vilhjálmur. Alfreð Þorsteinsson, R-listanum og formaður borgarráðs, segir að framtíðarhugmyndir sjálfstæðismanna um eyjabyggð beri vitni um að þeir telji stöðu borgarsjóðs afar sterka. "Þeir víla ekki fyrir sér að kynna jarðgöng og brýr til að tengja 30 þúsund manna eyjabyggð. Sjálfstæðisflokkurinn skilar hins vegar auðu þegar kemur að Vatnsmýrinni. Það er miklu nærtækara viðfangsefni þar sem búast má við 25 þúsund manna byggð. Kannski er þessi framtíðarsýn til vitnis um það að sjálfstæðismenn telji að næstu borgarstjórnarkosningar séu fyrirfram tapaðar."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira