Innlent

Fjölmiðlar sýni virðingu

Forstjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss segir í tilkynningu á heimasíðu Landspítalans að DV hafi sýnt sjúklingi, sem dvelur á sjúkrahúsinu og fjölskyldu hans gróft virðingarleysi með myndbirtingu og nafngreiningu á honum. Maðurinn sem hefur greinst með hermannaveiki liggur á gjörgæslu sjúkrahússins og birti DV mynd af honum á forsíðu blaðsins í gær. Spítalinn segist gera þá kröfu að fjölmiðlar sýni sjúklingum nærgætni og virðingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×