Innlent

Einelti á meðal háskólamenntaðra

Málum sem varða hugsanlegt einelti félagsmanna í Bandalagi háskólamanna hefur fjölgað verulega undanfarnar vikur. Þetta eru mál þar sem einstaklingar leita aðstoðar stéttarfélagsins vegna vandamála í samskiptum við stjórnendur. Fjallað er um þetta í nýju vefriti BHM. Þar segir að dæmi séu um að svo mörg mál tengist einum vinnustað að ástæða teljist til að láta fara fram almenna athugun á honum. Forsvarsmenn félagsins hafa af þessu nokkrar áhyggjur og einnig fjölgun tilfella þar sem vinnuveitendur reyna að segja upp eldra starfsfólki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×