Innlent

Mannbjörg þegar Gideon sökk

Áhöfn íslenska togarans Péturs Jónssonar RE bjargaði öllum fimmtán í áhöfn lettneska skipsins Gideon þegar það sökk á Flæmska hattinum um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld. Barst neyðarkall frá skipinu laust eftir klukkan fjögur og höfðu allir skipverjar bjargast rúmum þremur klukkustundum síðar. Skipstjóri Péturs RE, Eiríkur Sigurðsson, sagði björgunina hafa gengið vel í alla staði enda hafi áhöfnin haft tvo tíma til undirbúnings áður en þeir komu að slysstaðnum. "Menn voru flestir björguninni fegnir en rólegir og líklegast að áfallið komi ekki fyrr en síðar." Áhöfnin var svo flutt frá Pétri yfir í kanadískan togara sem var á leið til St.Johns á Nýfundnalandi og átti skipið að koma til hafnar í morgun. Meðal skipbrotsmanna eru þrír Íslendingar. Útgerð skipsins var einnig íslensk þó það sigldi undir lettneskum fána. Ekki náðist í Magnús Sigurðsson, útgerðarmann þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×